Hlutverk RARIK ohf er að flytja og dreifa raforku, afla, dreifa og annast sölu á heitu vatni og stuðla þannig að aukinni verðmætasköpun og farsæld í landinu. RARIK ohf er í eigu ríkisins, en er rekið sem sjálfstætt fyrirtæki, opinbert hlutafélag. Yfirstjórn er í höndum þess ráðherra sem fer með fjármál hverju sinni. Orkusalan ehf, dótturfyrirtæki RARIK, aflar raforku með eigin framleiðslu og innkaupum og selur viðskiptavinum orkuna í smásölu.