ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Starfsmannamál

Auðlind fyrirtækisins

Starfsmenn RARIK eru helsta auðlind fyrirtækisins. Stefna RARIK í starfsmannamálum byggist á gagnkvæmri virðingu og trausti milli starfsmanns og fyrirtækis. Markmiðið er að hafa ætíð á að skipa hæfu og áhugasömu starfsfólki sem býr yfir nauðsynlegri kunnáttu til að tryggja góða vöru og þjónustu.

Jafnrétti

Jafnrétti kynjanna skal ávallt haft í heiðri í starfsemi fyrirtækisins. Konur og karlar í sambærilegum störfum skulu jafnan hafa sambærileg laun og sömu möguleika til fræðslu, endurmenntunar og annarra starfstengdra þátta.

Hæfileikar fái notið sín

Stuðlað skal að því að hæfileikar hvers starfsmanns fái notið sín í starfi og að starfsumhverfi og aðstæður tryggi faglegan þroska einstaklingsins. Kjörorðið er réttur maður á réttum stað á réttum tíma.

Færni, fræðsla og þjálfun

Starfsmenn skulu búa yfir færni til að framfylgja markmiðum og meginverkefnum fyrirtækisins, eins og þau horfa við hverju sinni. Fræðsla og þjálfun starfsmanna skal miða að því að þeir búi á hverjum tíma yfir nauðsynlegri kunnáttu og færni til að tryggja fagmennsku og góða þjónustu. Starfsmenn eru hvattir til að hafa frumkvæði að óskum um fræðslu sem mun efla þá í starfi.

Þróun stefnumótunar

Stuðlað skal að því að starfsmenn taki virkan þátt í þróun stefnumótunar og markmiðssetningar fyrirtækisins, meðal annars með opinni umræðu um málefni fyrirtækisins og almennri þátttöku í vinnuhópum.

Upplýsingamiðlun

Unnið skal markvisst að gagnkvæmri upplýsingamiðlun milli starfsmanna og fyrirtækis.

Framfarir, frumkvæði og ábyrgð

Stöðugar framfarir í rekstri fyrirtækisins með þarfir og væntingar starfsfólks og viðskiptavina að leiðarljósi er grundvallarmarkmið í starfsemi RARIK. Starfsmenn eru hvattir til að sýna frumkvæði að umbótum og ábyrgð í starfi.

Öryggi og heilsa

Öryggi og heilsa starfsmanna skal ávallt vera í fyrirrúmi. RARIK vill því leggja áherslu á að þjálfa starfsfólk til að sinna störfum sínum á öruggan hátt. Enn fremur er lögð áhersla á að aðstaða, tæki og búnaður uppfylli ströngustu öryggisskilmála. Starfsmenn fyrirtækisins skulu nota viðeigandi öryggisbúnað við vinnu sína.

Tillitsemi og virðing

Gagnkvæm tillitssemi, virðing og ábyrgð skulu vera einkunnarorð í samskiptum og viðmóti fyrirtækis og starfsmanna, sem og samskiptum og viðmóti starfsmanna á milli og við viðskiptavini.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik