ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Reikningar og innheimta

Viðskiptaver

Viðskiptaver RARIK svarar öllum helstu fyrirspurnum varðandi orkureikninga. Hægt er að komast í samband við Viðskiptaverið í síma 528 9000 eða með því að senda tölvupóst á vidskiptaver@rarik.is

 

Reikningagerð

Orkukaupendur fá að öllu jöfnu reikninga mánaðarlega. Í kjölfar mælaálestur verður uppgjör en þess á milli eru sendir út áætlunarreikningar. Við uppgjör endurreiknast áætluð ársnotkun og áætlaður árskostnaður. Upplýsingar um mælastöðu, áætlaða ársnotkun og árskostnað koma fram á reikningum. Orkufrekir viðskiptavinir eru ætíð reikningsfærðir samkvæmt raunnotkun.

 

Greiðslumátar

Boðið er upp net-, boð- og beingreiðslur auk hefðbundis greiðsluseðils. Heimsendur greiðsluseðill ber aukagjald, seðilgjald. Fyrirtæki eiga kost á rafrænni móttöku orkureikninga í gegnum skeytamiðlanir.

 

Netbankar

Orkukaupendur sem kjósa að greiða raforkunotkun sína með netgreiðslu eða með greiðsluseðli geta greitt í netbönkum. Beingreiðslur skuldfærast sjálfkrafa, en kröfur sem greiðast með kreditkortum eru sendar til viðkomandi kortafyrirtækja. Sundurliðun (útlit) reikninga er ekki hægt að sjá í netbönkum en RARIK er með eigin viðskiptavef, sjá neðar, þar sem nytsamar upplýsingar koma fram.

 

Innheimta

RARIK rekur eigin innheimtudeild. Fylgt er ströngum verklagsreglum um útsendingu innheimtubréfa. Fylgt er ströngum verklagsreglum um útsendingu innheimtubréfa og innheimtu kostnaðar. Búast má við fyrstu aðvörun um 20-25 dögum eftir gjalddaga (eindaga). Dráttarvextir reiknast frá gjalddaga.

 

Mínar síður

Orkukaupendur hafa aðgang að viðskiptavef, en þar má skoða viðskiptaupplýsingar svo sem upplýsingar um notkunarstaði, mæla, álestra, reikninga og greiðslustöðu. Unnt er að skoða reikninga og velja prentvænt snið (PDF) bæði samandregið form og sundurliðað. Hægt er að komast inn á viðskiptavefinn með rafrænum skilríkjum eða með kennitölu orkukaupanda auk lykilorðs. Lykilorð má fá sent í heimabanka eða óska aðstoðar viðskiptavers.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik