Við berum ábyrgð á áhrifum okkar á samfélag, efnahagslíf og umhverfi og höfum skilgreint meginreglur og meginviðfangsefni samfélagslegrar ábyrgðar okkar.
Ábyrgðarskylda:
Rarik ber ábyrgð á áhrifum sínum á samfélag, efnahagslíf og umhverfi.
Gagnsæi:
Ákvarðanir og starfsemi fyrirtækisins sem hafa áhrif á samfélagið og umhverfið skulu vera gagnsæjar.
Siðferðileg háttsemi:
Rarik skal viðhafa siðferðilega háttsemi sem byggir á heiðarleika, jafnrétti og heilindum.
Virðing fyrir hagsmunum hagsmunaaðila:
Fyrirtækið skal virða, taka tillit til og bregðast við hagsmunum, lagalegum réttindum og áhyggjuefnum hagsmunaaðila.
Virðing fyrir réttarríki:
Virðing fyrir lögum og reglum er ófrávíkjanleg í starfsemi fyrirtækisins.
Virðing fyrir alþjóðlega viðtekinni háttsemi:
Rarik virðir alþjóðlega viðtekna háttsemi um leið og það styður þá meginreglu að virða réttarríkið.
Virðing fyrir mannréttindum:
Rarik virðir mannréttindi og viðurkennir bæði mikilvægi þeirra og almennt gildi.
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15