Forstjóri ásamt framkvæmdastjórum fjármálasviðs, framkvæmdasviðs, rekstrarsviðs og tæknisviðs skipa framkvæmdaráð RARIK. Hlutverk framkvæmdaráðs er m.a. að fara yfir rekstur fyrirtækisins, fjárhagsáætlanir og uppgjör, ásamt umfjöllun um innri mál þess. Fundir framkvæmdaráðs eru að jafnaði haldnir vikulega. Fundina sitja, auk framkvæmdaráðs, aðrir starfsmenn sem forstjóri kallar til.