ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit
RARIK í 75 ár

RARIK í 75 ár

Í byrjun árs 2022 voru líðin 75 ár frá því Rafmagnsveitur ríkisins, forveri RARIK, hófu starfsemi 1947. Þessara tímamóta hefur verið minnst með ýmsum hætti á afmælisárinu, m.a. með gerð þessa afmælisvefs þar sem er hægt að rekja sögu fyrirtækisins í gegnum tímalínu, skoða myndir, myndbönd, hlusta á hlaðvörp og fleira.

1889
1889 - Kveikt á fyrstu perunni

1889 - Kveikt á fyrstu perunni

Undir lok 19. aldar náðu mennirnir tökum á rafmagninu og áttuðu sig á að vatnsorka var einn öflugasti orkugjafi við raforkuframleiðslu. Íslendingar fylgdust af áhuga með þróun raftækninnar erlendis og blöðin báru þeim fréttir af heimssýningunni í París árið 1881 þar sem kynntar voru nýjustu uppgötvanir í rafmagnsfræðum. Sýningin markaði þáttaskil og með henni má segja að öld rafmagnsins hafi gengið í garð. Nefna má að kennslutæki um rafmagn voru keypt til Lærða skólans á árunum 1888 og 1889 og hafa verið leiddar líkur að því að þá hafi í fyrsta skipti verið kveikt á peru á Íslandi.

1904

1904 - Fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi

Segja má að virkjanasaga Íslendinga hafi hafist með því að virkja bæjarlækinn. Sá sem fyrstur kom sér upp vatnsaflsrafstöð var Jóhannes Reykdal sem rak trésmíðaverkstæði í Hafnarfirði. Hann byggði rafstöðina við Austurgötu og virkjaði bæjarlækinn með því að tengja rekstraumsrafal við vatnshjól sem knúði vélarnar og fékk þannig rafmagn sem notað var til að lýsa upp verkstæðið og 16 hús í nágrenninu. Þetta mun vera fyrsta almenningsrafveitan á Íslandi en hún tók til starfa í Hafnarfirði árið 1904.

1907

1907 - Fossalögin

Þegar kom fram á 20. öldina var mönnum orðið ljóst það afl sem bjó í vatnsföllum landsins til raforkuframleiðslu. Einar Benediktsson skáld var í flokki þeirra sem vildu virkja. Hart var deilt og árið 1907 voru sett svokölluð „fossalög“ sem áttu að „stöðva brask með íslenska fossa“, fyrstu lög hérlendis um vötn og vatnsorku.

Myndbönd

Í tilefni 75 ára afmælis RARIK hefur verið unnin stutt mynd sem rekur sögu fyrirtækisins í stuttu máli með viðtölum við stafsmenn og fleiri sem til hennar þekkja. Þessa mynd má sjá hér.  Einnig eru hér stutt myndskeið sem sett hafa verið saman um á ýmsum tímum um tilgreinda þætti í starfseminni.

 

Sjá öll myndbönd

Myndband #1play_arrow

Myndir

Gamlar og nýjar myndir úr langri og viðburðaríkri starfsemi RARIK.

 

Sjá allar myndir

Saga RARIK - 174.jpg
Saga RARIK - 175.jpg
Saga RARIK - 176.jpg
Saga RARIK - 177.jpg
Saga RARIK - 171.jpg
Saga RARIK - 173.jpg

Viðburðir

Hér má nálgast dagskrá afmælismálþinga RARIK. Í tilefni af 75 ára afmælisins efnir RARIK til málþinga á fjórum stöðum um orkuskiptin og helstu áskoranir raforkukerfisins undir yfirskriftinni: Rafmagnið í lífi okkar – hreyfiafl landsbyggðar til framtíðar.

 

Sjá alla viðburði

Hlaðvörp

Hér er að finna viðtöl við starfsmenn RARIK og fleiri um fyrirtækið og dreifikerfi raforku í landinu.

 

Sjá öll hlaðvörp

Hlaðvarp #3

Hlaðvarp #2

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar