ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Hvaða gjaldsvæði tilheyri ég?

Sláðu inn heimilisfangið þitt til að kanna hvort þitt heimilisfang tilheyrir gjaldskrá fyrir dreifbýli eða þéttbýli.

 

 

Skýringar:

  • Gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning raforku
    Þéttbýli (græna svæðið) skilgreinir þéttbýlisgjaldsvæði samkvæmt gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning raforku
  • Gjaldskrá fyrir tengigjöld rafmagns
    Þéttbýli og Byggðakjarnar  (bleiku og grænu svæðin ) skilgreina þéttbýlisgjaldsvæði samkvæmt gjaldskrá fyrir tengigjöld rafmagns

 

Af hverju er ólík gjaldskrá fyrir dreifbýli og þéttbýli? 

Gjaldskrá rafmagnsdreifingar hjá Rarik er ólík í dreifbýli og þéttbýli vegna mismunandi kostnaðar við dreifingu rafmagns á þessum svæðum. Á móti kemur dreifbýlisframlag frá ríkinu sem er ætlað að draga úr muni á kostnaði í dreifbýli og þéttbýli. Hér eru helstu ástæður fyrir verðmuninum: 

 

  • Fjarlægðir og umfang dreifikerfis: Í dreifbýli eru lengri vegalengdir milli húsa og dreifikerfið nær yfir stærra landsvæði. Þetta veldur auknum kostnaði við að byggja og viðhalda dreifikerfinu í dreifbýli samanborið við þéttbýli, þar sem byggðin er þéttari og fleiri notendur deila kostnaðinum. 
  • Notendafjöldi: Í þéttbýli eru fleiri notendur á sama svæði sem geta deilt kostnaði við rafmagnsdreifingu, sem leiðir til lægri dreifingargjalda á hvern notanda. Í dreifbýli eru færri notendur á stærra svæði, sem þýðir að hver notandi þarf að bera stærri hluta af dreifikostnaðinum. 
  • Viðhald og nýframkvæmdir: Viðhald og nýframkvæmdir á dreifikerfinu geta verið flóknari og dýrari í dreifbýli  

 

Við þurfum að taka tillit til þessara þátta við verðlagningu á rafmagnsdreifingu til að tryggja að kostnaður sé sanngjarn miðað við aðstæður á hverju svæði. 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik