Rarik hefur gengið í gegnum mikla endurnýjun og endurskipulagningu frá árinu 2023 þegar ný stefna og gildi okkar litu fyrst dagsins ljós. Við höfum nýtt þessar breytingar til að takast á við nýjar áskoranir í starfsumhverfi okkar en tækniframfarir og orkuskipti kalla á ýmsar breytingar bæði þegar kemur að mannauð okkar, tæknilausnum og forgangsröðun verkefna og fjármuna. Við viljum leggja okkur fram um að vera fyrirtæki í eigu þjóðarinnar sem hún getur verið stolt af, laða að okkur hæft og öflugt starfsfólk, styrkja samfélög á dreifisvæði okkar, huga vel að náttúruvernd og frágangi og síðast en ekki síst, að tryggja öryggi bæði almennings og starfsfólks okkar. Við endurskoðum markmið okkar reglulega og uppfærum þau. Markmið Rarik voru endurskoðuð vorið 2025 í samvinnu við starfsfólk, þeim var fækkað og þau gerð árangursmiðaðri og beinskeittari.
Það voru um 40 stjórnendur og annað starfsfólk fyrirtækisins sem hjálpuðu okkur með þátttöku sinni í stefnumótunarfundi þar sem rætt var um hvert við ætlum okkur að komast og hvernig við komumst þangað. Við viljum setja öryggi og mannauð í forgang auk þjónustu og góðs aðgengis fyrir viðskiptavini okkar. Við viljum efla hag byggða á dreifiveitusvæði okkar, efla samskipti við sveitarfélög og aðra hagaðila og nýta nýjustu tækni til að hámarka skilvirkni, þjónustu og áreiðanlega afhendingu til viðskiptavina.
Gildin okkar haldast óbreytt og er hugrekki, árangur og virðing en við ætlum okkur að hafa hugrekki til að breyta rétt og horfa til framtíðar, ná árangri með drifkrafti og öruggum rekstri og loks leggjum við ríka áherslu á að bera virðingu hvert fyrir öðru, viðskiptavinum og náttúrunni.
Við erum þekkingar- og þjónustufyrirtæki í fararbroddi sem starfar af ábyrgð og nýtir bestu fáanlegu tækni með gagnkvæman hag að leiðarljósi.
Að auka verðmætasköpun og lífsgæði viðskiptavina okkar með öruggri afhendingu á endurnýjanlegri orku og samfélagslega ábyrgum rekstri.
Við nýtum nýjustu tækni og nýsköpun til að auka skilvirkni í rekstri og lágmarka sóun.
Við höfum hugrekki til að breyta rétt og horfum til framtíðar
Við náum árangri með drifkrafti og öruggum rekstri
Við berum virðingu fyrir hvert öðru, viðskiptavinum og náttúrunni
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14