Vantar þig meira rafmagn, þrífasa tengingu eða viltu breyta því hvernig heimtaugin þín kemur að húsnæðinu?
Allar breytingar á heimtaugum þarf að sækja um rafrænt í gegnum umsóknarvef okkar. Áður en þú fyllir út umsókn um breytingu er gott að þú kynnir þér hvernig ferlið gengur fyrir sig og hvaða upplýsingar þú þarft að hafa tilbúnar. Mikilvægt er að skoða gátlista fyrir umsóknina. Ef umsókn er ekki rétt út fyllt eða inniheldur rangar tæknilegar upplýsingar getur það orsakað tafir á afhendingu og spennusetningu og haft í för með sér óþarfan viðbótarkostnað fyrir þig.
Við viljum vekja athygli á að frá og með 15. október og til 1. apríl leggst vetrarálag á allar jarðvegsframkvæmdir. Við hvetjum fólk í framkvæmdahugleiðinum til að senda inn umsóknir fyrir þann tíma til að sleppa við aukakostnað. Jarðvegsvinna að vetri til er bæði erfiðari og kostnaðarsamari en á sumrin vegna ýmissa þátta, t.d. frosts í jörðu, snjóalaga, veðurs sem tafið getur framkvæmdir og stutts birtutíma. Því bætist viðbótargjald ofan á fastan kostnað vegna heimlagna yfir vetrartímann. Frá og með 15. október og til 1. apríl bætast 7.500 krónur m.vsk. ofan á hvern lengdarmetra sem Rarik þarf að leggja í jörð utan lóðamarka viðskiptavinar umfram 25 m, grunngjald er alltaf 187.500 kr. m.vsk. Um jöfnunargjald er að ræða fyrir allt landið til að jafna út þann kostnaðarauka sem fellur til vegna ofangreindra ástæðna. Aukakostnaður getur orðið verulegur og er í mörgum tilfellum mun hærri en sem nemur þessu álagi. Við hvetjum viðskiptavini, sem eiga þess kost, til að seinka vinnu við heimtaugar fram yfir 1. apríl til að spara mögulega óþörf útgjöld og sækja tímanlega um heimlagnir fyrir sumartímann.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14