Rarik og Landsnet hafa, í samvinnu við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, náð tímamótasamkomulagi um aðgerðir til að auka afhendingargetu og afhendingaröryggi raforku á Norðausturlandi. Með samkomulaginu skapast skýr verkaskipting og raunhæfur farvegur fyrir hraðari uppbyggingu sem styður atvinnulíf, búsetu og orkuskipti á svæðinu.
Þetta felst í samkomulaginu
Ábati fyrir íbúa og atvinnulíf
Aðgerðirnar bæta afhendingaröryggi og auka sveigjanleika raforkukerfisins á Norðausturlandi. Þær skapa forsendur fyrir jafnari tækifærum til búsetu og verðmætasköpunar á svæðinu og styðja við orkuskipti með traustari innviðum.
Orð forstjóra
Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri Rarik:
„Við erum þakklát umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu fyrir að stíga hér inn. Framlagið frá ríkinu til þessa verkefnis skiptir miklu máli og gerir okkur kleift að fara í þessa viðamiklu framkvæmd. Málið hefur átt sér langan aðdraganda og við fögnum því að stjórnvöld sjái og skilji þörfina fyrir uppbyggingu raforkukerfisins. Það er líka gleðiefni að Landsnet hyggist vinna með stjórnvöldum að því að flýta fyrir framkvæmdum við tvítengingu þéttbýlisstaða á þessu svæði.
Okkur þykir alltaf vont að geta ekki mætt þörfum okkar viðskiptavina. Velmegun og tækifæri hafa ávallt fylgt rafvæðingu byggða og það er hagur allrar þjóðarinnar að íbúar og fyrirtæki á NA-landi njóti sömu tækifæra til búsetu og verðmætasköpunar og aðrir íbúar landsins.
Greining Verkís staðfesti að til lengri tíma er nauðsynlegt að koma á 132 kV hringtengingu frá flutningskerfi Landsnets til að tryggja afhendingaröryggi og tækifæri til framtíðar. Með þeim aðgerðum sem Rarik getur ráðist í núna náum við að mæta brýnustu þörfinni fyrir aukna afhendingargetu á Þórshöfn. Jafnframt höfum við verið í uppbyggingu á Vopnafirði og höfum tvöfaldað spennaafl okkar þar en sú stækkun, auk stærri tengingar frá flutningskerfinu, er forsenda þess að við náum að afhenda rafmagn um nýjan 33 kV streng til Þórshafnar.“
Nánar má lesa um málið á vef umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytis.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14