Starfsfólk okkar heldur jólin hátíðleg um allt land og því gefum við þeim jólafrí eins og hægt er. Framkvæmdaflokkar eru þó ávallt reiðubúnir ef eitthvað skyldi koma upp á í dreifikerfinu okkar og stjórnstöðin sefur auðvitað aldrei.
Síminn hjá þjónustuverinu okkar er 528 9000. Utan auglýsts opnunartíma er ávallt hægt að ná í stjórnstöð í sama símanúmeri ef eitthvað bjátar á.
Við hjá Rarik viljum, öll sem eitt, óska viðskiptavinum okkar, samstarfsaðilum og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og gæfu á nýju ári.
Við munum áfram leggja línurnar að framþróun og uppbyggingu sem hreyfir samfélög á landsbyggðinni til framtíðar.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14