Frá og með 1. janúar 2026 lækka allir gjaldaliðir Landsnets í gjaldskrá fyrir flutning og dreifingu raforku um 8,5%. Samtímis bætast þrjú ný svæði við þéttbýlisgjaldskrá okkar; Bifröst, Borg í Grímsnesi og Tjarnabyggð.
Lækkun á gjaldaliðum Landsnets kemur í kjölfar þess að Landsnet tilkynnti nýlega um 8,5% lækkun á gjaldskrá flutnings til dreifiveitna sem tekur gildi þann 1. janúar 2026. Gjaldskrárbreytingar hjá Rarik endurspegla eingöngu þessa breytingu. Hækkun varð á gjaldskrá Landsnets í mars 2025, vegna dóms Hæstaréttar um innmötunargjald. Það er því gleðiefni að sjá þá hækkun ganga til baka nú, nokkrum mánuðum fyrr en áætlað hafði verið.
Bifröst, Borg í Grímsnesi og Tjarnabyggð teljast nú til þéttbýlisgjaldsvæða í gjaldskrá Rarik fyrir dreifingu og flutning rafmagns, þar sem íbúafjöldi á ofangreindum svæðum er nú kominn yfir 200 manns samkvæmt skráningu Hagstofu Íslands. Við óskum þeim innilega til hamingju með fjölgunina.
Viðskiptavinir okkar á þessum þremur stöðum sem ekki eru komnir með snjallmæla eru beðnir um að senda okkur álestur sem fyrst til að þessar breytingar, frá dreifbýlistaxta yfir á þéttbýlistaxta, komi strax fram á þeirra reikningum.
Viðskiptavinir okkar á Bifröst, Borg í Grímsnesi og í Tjarnabyggð geta haft samband við þjónustuver okkar ef þeir hafa spurningar varðandi nýja taxta eða álestur. Sérfræðingar okkar taka vel á móti öllum spurningum og eru með svör á reiðum höndum.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14