ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Bætt afhendingaröryggi á Snæfellsnesi

Undanfarið hafa RARIK og Landsnet unnið að því að bæta afhendingaröryggi rafmagns á Snæfellsnesi. Landsnet hefur keypt fimm færanlegar varaaflsvélar og nýlokið er prófunum á tengingu tveggja þeirra við kerfið á Snæfellsnesi.

Til að hægt sé að tengja þær við kerfið, þá hefur RARIK sett upp stærri spenni í aðveitustöðina á Vogaskeiði við Stykkishólm og nýjan háspennurofa sem hægt verður að tengja vélarnar við. Spennirinn var stækkaður úr 3MW upp í 10 MW og á nú að geta tekið við varaafli fyrir allt utanvert Snæfellsnes.

 

Prófanir á endurbættu kerfi standa nú yfir og verða allar fimm vélar Landsnets prófaðar í tengingu við endurbætta aðveitustöð RARIK á Vogaskeiði. Gert er ráð fyrir að tvær vélanna verði í framhaldinu staðsettar þar, en Landsnet áformar að hinar muni a.m.k. fyrst um sinn vera staðsettar á Norðurlandi.

 

Prófunum á tengingu vélanna og þessum nýja búnaði á Vogaskeiði geta fylgt skammvinnar rafmagnstruflanir, en notendur RARIK á svæðinu verða upplýstir um nánari tímasetningar þeirra með SMS-skilaboðum.

Nýr spennir fluttur á Vogaskeið
Nýr spennir fluttur á Vogaskeið.
Nýr 10MW spennir á Vogaskeiði
Nýi 10MW spennirinn sem leysir af hólmi 3MW spenni í aðveitustöðinni á Vogaskeiði.
Yfirlitsmynd af aðstöðunni á Vogaskeiði
Yfirlitsmynd af aðstöðunni á Vogaskeiði þar sem allt að fimm varaaflvélar Landsnets geta tengst kerfinu.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik