ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Helstu framkvæmdir til endurnýjunar á dreifikerfi RARIK 2020

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi og er háspennuhluti þess yfir 9.000 km að lengd. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst ein af annarri og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú þegar eru um 65% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035.

Árið 2020 verður mikið framkvæmdaár hjá RARIK. Samkvæmt langtímaáætlun RARIK verða unnin hefðbundin endurnýjunarverk fyrir um 1 milljarð króna. Ofan á þetta bætist við flýtiverk á Norðurlandi sem stjórn RARIK samþykkti að fara í vegna afleiðinga óveðursins í desember 2019 að upphæð 230 milljónir króna. Einnig verður framkvæmt í Meðallandi fyrir 220 milljónir króna, en þar hefur ríkisjóður greitt flýtikostnað til styrkingar brothættum byggðum. Verkum að upphæð 150 milljónir króna verður flýtt vegna átaks til atvinnusköpunar á vegum stjórnvalda sem greiða 50 milljónir króna af þeirri upphæð.

 

Auk þess eru fjölmörg notendadrifin verkefni á dagskrá sem ekki eru talin upp sérstaklega hér að neðan, t.d. 8 km strenglögn frá Selfossi að Hvoli vegna endurnýjunar á Suðurlandsvegi sem Vegagerðin stendur fyrir.

 

Það stefnir því í fjárfestingar upp á a.m.k. 1,6 milljarða króna í endurnýjun sveitakerfisins í ár.

Helstu jarðstrengsverkefni ársins 2020

Vesturland:

 

Borgarbyggð

  • Lagðir verða 6 km af 19 kV háspennustreng frá Högnastöðum að Gunnlaugsstöðum. Verktaki er Lás ehf. Ekki er búið að tímasetja framkvæmd verksins nákvæmlega en líklega verður þetta unnið á tímabilinu 20.júlí til 16.september.
  • Lagðir verða 16 km af 19 kV háspennustreng frá Kljáfossi að Efra Nesi. Verktaki er Lás ehf. Ekki er búið að tímasetja framkvæmd verksins nákvæmlega en líklega verður þetta unnið á tímabilinu 20.júlí til 16.september.

Dalabyggð

  • Lagðir verða 8 km af 19 kV háspennustreng Þorbergsstöðum að Álfheimum. Verktaki er Lás ehf. Ekki er búið að tímasetja framkvæmd verksins nákvæmlega en líklega verður þetta unnið í júlí.
  • Lagðir verða 7 km af 19 kV háspennustreng frá Sauðhúsum að Leiðólfsstöðum. Verktaki er Lás ehf. Ekki er búið að tímasetja framkvæmd verksins nákvæmlega en líklega verður þetta unnið á tímabilinu júní til júlí.
  • Lagðir verða 4 km af 19 kV háspennustreng frá Ásgarði að Skerðingsstöðum. Verktaki er Lás ehf. Ekki er búið að tímasetja framkvæmd verksins nákvæmlega en líklega verður þetta unnið á tímabilinu júní til júlí.

Norðurland:

 

Húnaþing Vestra

 

Á Vatnsnesi verða lagðir 34 km af 11 kV háspennustreng, þar af 15 km norðan við Hvammstanga og 19 km í Vesturhópi. Verktaki er Lás ehf. Ekki er er búið að tímasetja hvenær verkið verður unnið.

 

Skagafjörður

  • Við Húsabakka í Skagafirði er búið að leggja um 4 km af 11 kV háspennustreng. Verkið var unnið í maí og verktaki var Steypustöð Skagafjarðar.
  • Hluti Skagalínu verður skipt út á 6 km kafla og 11 kV háspennustreng lagður í staðinn. Verkið hefur ekki enn verið boðið út.
  • Hluti Glaumbæjarlínu í Skagafirði verður endurnýjaður og 2 km af 11 kV háspennustreng kemur í staðinn. Verkið hefur ekki enn verið boðið út.

Dalvíkurbyggð

  • Í Svarfaðardal verða lagðir 11 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki er Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Áætlað er að byrja á verki í júní.

Hörgárbyggð

  • Í Hörgárdal vestri verða lagðir 11 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki er Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Áætlað er að verk sé unnið á tímabilinu júlí til ágúst.
  • Í Hörgárdal eystri verða lagðir 8 km af 11 kV háspennustreng. Vinna er hafin. Verktaki er Vinnuvélar Símonar ehf.

Svalbarðsstrandarhreppur og Grýtubakkahreppur

  • Síðasti hluti Grenivíkurlínu verður lagður í jörð og í staðinn koma 11 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki er Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Ekki er búið að tímasetja hvenær verkið verður unnið.
  • Í kjölfar óveðurs í desember 2019 voru lagðir tæplega 2 km af 11 kV háspennustreng fyrir álmu að Pálsgerði. Verktaki var Austfirskir verktakar ehf.

Þingeyjarsveit

  • Í Aðaldal við Mýlaugsstaði var lagður rúmlega 1 km af 11 kV háspennustreng í kjölfar óveðurs í vetur. Verktaki var Austfirskir verktakar ehf.
  • Fyrir álmu að Húsabakka voru lagðir 4 km af háspennustreng í kjölfar óveðurs í vetur. Verktaki var Austfirskir verktakar ehf.

Tjörneshreppur

  • Á vestanverðu Tjörnesi verða lagðir 21 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki verður Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Verkið fer í gang í júní.

Norðurþing

  • Á vestanverðri Melrakkasléttu verða lagðir 18 km af 11 kV háspennustreng. Verktakar verða Vökvaþjónusta Kópaskers ehf. Áætlað er að verk verði unnið síðari hluta sumars.

Austurland:

 

Fljótsdalshérað

  • Lagðir verða 5 km af 11 kV háspennustreng frá Héraði að Hafrafelli og Staffelli. Verkið er unnið í samstarfi við Hitaveitu Egilsstaða og Fella og munu þau leggja hitaveitulögn hluta leiðarinnar. Verktaki eru ÞS verktakar og er verkið hafið. Áætluð verklok eru í fyrri hluta júní.

Seyðisfjörður

  • Lagðir verða 6 km af 11 kV háspennustreng frá Seyðisfirði til Hánefsstaða. Verkið er unnið í samstarfi við Neyðarlínuna. Verktaki er Línuborun ehf. og ekki er búið að tímasetja verkið.

Fjarðabyggð

  • Í Helgustaðahreppi verða lagðir 8 km af 11 kV háspennustreng. Verkið er unnið í samstarfi við Mílu. Ekki er búið að velja verktaka í verkið og ekki er vitað hvenær verkið verður unnið í sumar.

Sveitarfélagið Hornafjörður

  • RARIK mun leggja hitaveitulögn frá Hoffelli til Hafnar. Í Nesjum verður lagður á sama tíma 10 km af háspennustreng. Verktaki er Rósaberg ehf. vinnur verkið og er verk hafið. Óljóst er nú hvenær verklok verða.

Suðurland:

 

Skaftárhreppur

  • Leggja á 11 km af 19 kV háspennustreng frá Álftaveri í Hrífunes. Verktaki er Þjótandi ehf. Verkið verður unnið seinni hluta sumars.
  • Í Meðallandi verða lagðir 41 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki er Þjótandi ehf. Ekki er búið að tímasetja verkið, en væntanlega verður það unnið í júlí.

Mýrdalshreppur

  • Frá Klifanda til Víkur á að leggja 12 km af 36 kV stofnstreng auk 2 km af 19 kV streng. Verktaki er Þjótandi ehf. Verkið fer væntanlega af stað í júní.

Rangárvallasýsla

  • Leggja á 4 km af 11 kV háspennustreng frá Hvolsvelli að Þverá. Ekki er búið að ákveða hvaða verktaki vinnur þetta verk og það verður líklega ekki unnið fyrr en í haust.
  • Á kaflanum frá Landeyjum í Rauðuskriður í Fljótshlíð verður farið í þrjár 11 kV strenglagnir. Um 6 km af streng verður lagður frá Lágafelli að Gunnarshólma, um 1 km verða lagðir við Hólma/Bakka (Rimakot) og um 7 km við Rauðuskriður. Verktaki er öllum verkunum er Línuborun ehf. og ekki er búið að tímasetja verkið.
  • Frá Hellu (Ægissíðu) að Landvegamótum verða lagðir 7 km af 11 kV streng. Strenglögn er að mestu með Suðurlandsvegi. Verktaki er Línuborun ehf. og er búið að tímasetja verkið.

Árnessýsla

  • Við Efri Reykjum í Bláskógabyggð á að leggja 2 km af 11 kV háspennustreng vegna virkjanaframkvæmda. Ekki er búið að velja verktaka í verkið og ekki er búið að tímasetja það.
  • Í Miklaholti í Bláskógabyggð er búið að leggja 1 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki var Þjótandi ehf. Búið að leggja streng en eftir að tengja spennistöðvar.
  • Í Flóa frá Hjálmholti að Bitru verður lagður 1 km af 11 kV háspennustreng. Verktaki er Þjótandi ehf. Ekki er búið að ákveða hvenær verkið fer í gang.

Á Þingvöllum verða lagðir 8 km af 11 kV háspennustreng. Frá Kárastöðum að Haki verða lagðir 5 km og svo áfram 3 km að þjónustumiðstöðinni á Þingvöllum. Verktakar eru Línuborun ehf. og Þjótandi ehf., en um er að ræða verk sem vinna átti á síðasta ári en tafðist vegna leyfismála. Verk fer í gang fljótlega.

Jarðstrengur plægður við Ingólfsfjall.
Jarðstrengur plægður við Ingólfsfjall.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik