ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Endurnýjun loftlínukerfis á veitusvæði RARIK árið 2019

RARIK rekur í dag stærsta dreifikerfi raforku á Íslandi og er háspennuhluti þess yfir 9.000 km að lengd. Frá árinu 1991 hafa loftlínur RARIK horfið markvisst ein af annarri og í staðinn komið jarðstrengir sem aukið hafa rekstraröryggi dreifikerfisins og dregið úr sjónrænum áhrifum þess. Nú þegar eru um 62% dreifikerfis RARIK í jarðstrengjum og stefnt er að því að allt kerfið verði komið í jörð árið 2035.

Hér er samantekt á stöðu helstu jarðstrengsverkefna ársins 2019 vegna endurnýjunar loftlínukerfis á veitusvæði RARIK.

Kort yfir endurnýjun loftlínukerfis 2019
Vesturland:
  • Frá Setbergi að Nýjubúð verður lagður 9 km háspennustrengur. Ekki er búið að tímasetja verk nákvæmlega, en líklega fer vinna af stað með haustinu. Verktaki: Lás ehf.
  • Frá Varmalandi að Helgavatni verður lagður 20 km háspennustrengur. Verk mun væntanlega hefjast í lok júní. Verktaki: Lás ehf.
  • Frá Deildartungu að teinrofa okkar í Síðumúlavegg verður lagður 4 km háspennustrengur. Verk mun hefjast um miðjan júní. Verktaki: Þórarinn Þórarinsson.
  • Frá Smiðjuhóli að Lambastöðum er búið að leggja 12 km háspennustreng. Verktaki: Þórarinn Þórarinsson.
  • Frá Kalastöðum að Hlöðum verður lagður 6 km háspennustrengur. Ekki er búið að ákveða hvenær verk mun hefjast. Verktaki: Lás ehf.
  • Frá Eyrakoti að Fellum verður lagður 3,6 km af háspennustreng. Vinna fer af stað í haust. Verktaki: Þórarinn Þórarinsson.
Norðurland:
  • Í Vatnsdal er verið að leggja 11 km háspennustreng og hófst vinna mánudaginn 3. júní. Verktaki: Steypustöð Skagafjarðar.
  • Frá Brimnesi að Hegranesi verður lagður 20 km háspennustrengur og hefst vinna við það verk líklega í lok júní. Verktaki: Steypustöð Skagafjarðar.
  • Í Eyjafjarðardal verður lagður 24 km af háspennustreng og mun verk fara af stað í lok sumars. Verktaki: Steypustöð Skagafjarðar.
  • Í Fnjóskadal er verið að leggja 13 km af háspennustreng og byrjuðu framkvæmdir á miðvikudaginn 5. júní. Verktaki: Þjótandi.
  • Í Aðaldal er þessa dagana (fyrri hluta júní) verið að ljúka við lagningu 24 km háspennustrengs. Vinna við lagningu hans hófst árið 2018. Verktaki: Austfirskir verktakar
Austurland:
  • Í Njarðvík verður lagður 3 km af háspennustreng. Vinna við það mun hefjast í júní. Verktaki: Héraðsverk/Vökvavélar Kópaskers
  • Í Austdal verður lagður 6 km af háspennustreng og er áætlað að sú vinna hefjist í júlí eða ágúst. Ekki er búið að ákveða hvaða verktaki vinnur verkið.
  • Í Stöðvarfirði er búið að leggja 6 km af háspennustreng. Verktaki: Þjótandi ehf.
  • Búið er að leggja 21 km af háspennustreng frá Stöðvarfirði til Breiðdals. Þetta er hluti af 33 kV stofnlínukerfi RARIK. Verktaki: Þjótandi ehf.
  • Í Breiðdal er búið að leggja 11 km af háspennustreng. Verktaki: Þjótandi ehf.
  • Í Fellum verður lagður 6 km af háspennustreng og fer verk að öllum líkindum í gang í júlí. Ekki er búið að ákveða hvaða verktaki vinnur verkið.
  • RARIK mun leggja hitaveitulögn frá Hoffelli til Hafnar. Í Nesjum verður lagður á sama tíma 10 km af háspennustreng. Ekki er vitað enn hvenær farið verður í verkið eða hvaða verktaki kemur til með að vinna það.
Suðurland:
  • Að öllum líkindum verður lagður 1,2 km af háspennustreng á Prestbakka. Ekki er vitað hvenær verður farið í verkið. Verktaki: Þjótandi ehf.
  • Í Álftaveri verður lagður 19 km af háspennustreng og mun verkið að öllum líkindum fara af stað í byrjun júlí. Verktaki: Þjótandi ehf.
  • Í Skaftártungum verður lagður 12 km af háspennustreng og fer verk líklega í gang í byrjun júlí. Verktaki: Línuborun ehf.
  • Verið er að leggja 3 km af háspennustreng í Landeyjum. Vinnu ætti að ljúka í síðari hluta júní. Verktaki: Þjótandi ehf.
  • Búið er að leggja 5 km af háspennustreng frá Helgastöðum að Eiríksbakka. Verktaki: Þjótandi ehf.
  • Í Votmúla verður lagður 1,6 km af háspennustreng og er áætlað að hefja verk um miðjan júní. Verktaki: Línuborun ehf.
  • Verið er að vinna við að leggja 4,3 km af háspennustreng frá Breiðabólstað að Hrauni. Verktaki: Línuborun ehf.
  • Frá Skálabrekku að Haki verða lagðir 5 km af háspennustreng. Vinna fer væntanlega af stað í haust. Verktaki: Línuborun ehf.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik