ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Leiðbeiningar fyrir álestur rafmagnsmæla

Til að tryggja að rafmagnsreikningar endurspegli raunverulega notkun er mikilvægt að viðskiptavinir Rarik skili reglulega inn sjálfsálestri af rafmagnsmælum sínum. Með því að skila réttum mæligildum færðu reikninga sem byggja á raunverulegri orkunotkun í stað áætlaðri notkun.

Í leiðbeiningunum hér að neðan finnur þú einföld og skýr skref um hvernig á að skila sjálfsálestri, hvaða leiðir eru í boði og hvenær skila þarf upplýsingunum. Markmiðið er að gera ferlið sem þægilegast og fljótlegast fyrir okkur öll.

1. Skráðu þig á mínar síður

Skráðu þig inn á mínar síður og veldu „Skil á sjálfsálestri“

2. Númer rafmagnsmælis

Mælisnúmer a rafmagnsmæli
Mælisnúmer a rafmagnsmæli

Á mínum síðum er listi yfir þá mæla sem skráðir eru á þína kennitölu. Veldu þann mæli sem við á. Mælisnúmerið sem einkennir þinn mæli er staðsett framan á mælinum undir strikamerkinu. 

3. Staða rafmagnsmælis

Staða rafmagnsmælis
Staða rafmagnsmælis

Til að skila inn álestri af rafmagnsmæli þarf að lesa af honum kílóvattstundirnar (kWh). Staðan 1.8.0 á mælinum sýnir hve mikið rafmagn hefur verið notað.

4. Sláðu inn töluna sem mælirinn sýnir inn á mínar síður

Sláðu inn í álestrarviðmótið á mínum síðum, töluna á skjánum (þegar 1.8.0 sést efst í vinstra horninu). Enn betra er að taka mynd og skila með sem viðhengi.

 

 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik