Til að tryggja að rafmagnsreikningar endurspegli raunverulega notkun er mikilvægt að viðskiptavinir Rarik skili reglulega inn sjálfsálestri af rafmagnsmælum sínum. Með því að skila réttum mæligildum færðu reikninga sem byggja á raunverulegri orkunotkun í stað áætlaðri notkun.
Í leiðbeiningunum hér að neðan finnur þú einföld og skýr skref um hvernig á að skila sjálfsálestri, hvaða leiðir eru í boði og hvenær skila þarf upplýsingunum. Markmiðið er að gera ferlið sem þægilegast og fljótlegast fyrir okkur öll.
Skráðu þig inn á mínar síður og veldu „Skil á sjálfsálestri“
Á mínum síðum er listi yfir þá mæla sem skráðir eru á þína kennitölu. Veldu þann mæli sem við á. Mælisnúmerið sem einkennir þinn mæli er staðsett framan á mælinum undir strikamerkinu.
Til að skila inn álestri af rafmagnsmæli þarf að lesa af honum kílóvattstundirnar (kWh). Staðan 1.8.0 á mælinum sýnir hve mikið rafmagn hefur verið notað.
Sláðu inn í álestrarviðmótið á mínum síðum, töluna á skjánum (þegar 1.8.0 sést efst í vinstra horninu). Enn betra er að taka mynd og skila með sem viðhengi.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14