Ef þú ert ekki með snjallmæli þarftu að lesa af þeim orkusölumælum sem skráðir eru á þína kennitölu að minnsta kosti árlega.
Við munum senda þér áminningu þegar sá tími árs kemur en öllum viðskiptavinum er heimilt að senda sjálfsálestur oftar yfir árið. Fleiri álestrar skila nákvæmari upplýsingum um orkunotkun og koma í veg fyrir að of- eða vangreitt sé fyrir notkun.
Skráðu þig inn á Mínar síður Rarik til að senda inn álestur. Síðan mun leiða þig áfram í gegnum ferlið.
Hér fyrir neðan finnur þú svör við algengustu spurningum varðandi álestur mæla.
Mælar eru settir í inntaksrými húsnæðis, þar sem rörin sjást. Oftast er það í geymslu eða bílskúr. Rafmagnsmælirinn er settur í skáp en hitaveitumælirinn er á röragrindinni sjálfri. Stundum er lok á hitaveitumælinum.
Í sumum fjölbýlishúsum eru rafmagnsmælar fyrir hverja íbúð á stigagangi.
Í sumarbústöðum eru mælar oft staðsettir í sérstökum mælakassa utan á bústaðnum.
Almennt eru tvær stærri tölur á mælunum. Önnur talan er föst (óbreytanleg) og það er mælisnúmerið.
Mælisnúmer eru oft fyrir ofan eða neðan strikamerki en það er þó ekki þannig á öllum mælum.
Talan á mælinum sem breytist er staða mælisins.
Viðskiptavinir sem eru ekki með snjallmæla þurfa að senda inn álestur til að hægt sé að mæla notkunina og senda reikning sem er í samræmi við hana. Í framhaldinu er sendur uppgjörsreikningur fyrir liðið tímabil og áætlun uppfærð í samræmi við álesturinn. Þetta á eingöngu við um viðskiptavini sem eru ekki með snjallmæla. Snjallmælar senda upplýsingar um notkun sjálfkrafa inn í kerfið okkar og því þarf ekki að lesa af þeim.
Við stefnum á að ljúka útskiptum orkumæla yfir í snjallmæla hjá öllum viðskiptavinum okkar árið 2027.
Í mörgum fjölbýlishúsum er einungis einn mælir fyrir hitaveituna og skiptist þá kostnaður eftir stærð íbúða. Rafmagnsmælar eru fyrir hverja íbúð fyrir sig.
Kamstrup multical 603 er algengasta tegund mæla hjá viðskiptavinum okkar á Höfn í Hornafirði en þó getur komið fyrir að aðrar tegundir mæla hafi verið settar upp hjá einhverjum viðskiptavinum. Ef þessar leiðbeiningar passa ekki við þinn mæli má skoða leiðbeiningar fyrir hitaveitumæla á öðrum stöðum, t.d. á Blönduósi eða Búðardal.
Á Blönduósi og Siglufirði er algengasta tegund mæla Kamstrup multical 601. Þó getur verið að önnur tegund af mæli hafi verið sett upp hjá einhverjum viðskiptavinum. Ef þessar leiðbeiningar passa ekki við þinn mæli má skoða leiðbeiningar fyrir hitaveitumæla á öðrum stöðum, t.d. á Hornafirði eða Búðardal
Í Búðardal er algengasta tegund mæla Kamstrup Multical 602. Þó getur verið að önnur tegund af mæli hafi verið sett upp hjá einhverjum viðskiptavinum. Ef þessar leiðbeiningar passa ekki við þinn mæli má skoða leiðbeiningar fyrir hitaveitumæla á öðrum stöðum, t.d. á Hornafirði eða Blönduósi.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14