ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Hvernig les ég af mælinum?

Ef þú ert ekki með snjallmæli þarftu að lesa af þeim orkusölumælum sem skráðir eru á þína kennitölu að minnsta kosti árlega.

Við munum senda þér áminningu þegar sá tími árs kemur en öllum viðskiptavinum er heimilt að senda sjálfsálestur oftar yfir árið. Fleiri álestrar skila nákvæmari upplýsingum um orkunotkun og koma í veg fyrir að of- eða vangreitt sé fyrir notkun.  

 

Skráðu þig inn á Mínar síður Rarik til að senda inn álestur. Síðan mun leiða þig áfram í gegnum ferlið. 

 

Hér fyrir neðan finnur þú svör við algengustu spurningum varðandi álestur mæla. 

Hvar eru mælarnir?

Mælar eru settir í inntaksrými húsnæðis, þar sem rörin sjást. Oftast er það í geymslu eða bílskúr. Rafmagnsmælirinn er settur í skáp en hitaveitumælirinn er á röragrindinni sjálfri. Stundum er lok á hitaveitumælinum.  
Í sumum fjölbýlishúsum eru rafmagnsmælar fyrir hverja íbúð á stigagangi.  
Í sumarbústöðum eru mælar oft staðsettir í sérstökum mælakassa utan á bústaðnum. 


Hvar sé ég mælisnúmerið og stöðu mælisins?

Almennt eru tvær stærri tölur á mælunum. Önnur talan er föst (óbreytanleg) og það er mælisnúmerið.  

Mælisnúmer eru oft fyrir ofan eða neðan strikamerki en það er þó ekki þannig á öllum mælum. 

Talan á mælinum sem breytist er staða mælisins.   


Hversu oft ætti ég að lesa af mælinum?

  • Ef notkun þín helst óbreytt þá er nóg að lesa af einu sinni á ári.  
  • Ef notkun breytist verulega, til dæmis þegar keyptur er rafmagnsbíll sem er hlaðinn á heimilinu eða heitur pottur, þá mælum við með að þú lesir af á u.þ.b. þriggja mánaða fresti í ár á eftir. Þetta tryggir að reikningar séu í sem mestu samræmi við breytta notkun.  
  • Þegar flutt er úr eða í húsnæði sem er á dreifisvæði okkar þarf ávallt að lesa af og tilkynna nýjan notanda til Rarik. 
  • Þegar mælar eru endurnýjaðir þarf einnig að lesa af. 

Af hverju er lesið af mælum hjá Rarik?

Viðskiptavinir sem eru ekki með snjallmæla þurfa að senda inn álestur til að hægt sé að mæla notkunina og senda reikning sem er í samræmi við hana. Í framhaldinu er sendur uppgjörsreikningur fyrir liðið tímabil og áætlun uppfærð í samræmi við álesturinn. Þetta á eingöngu við um viðskiptavini sem eru ekki með snjallmæla. Snjallmælar senda upplýsingar um notkun sjálfkrafa inn í kerfið okkar og því þarf ekki að lesa af þeim. 
Við stefnum á að ljúka útskiptum orkumæla yfir í snjallmæla hjá öllum viðskiptavinum okkar árið 2027. 


Af hverju er bara einn mælir í fjölbýlishúsinu?

Í mörgum fjölbýlishúsum er einungis einn mælir fyrir hitaveituna og skiptist þá kostnaður eftir stærð íbúða. Rafmagnsmælar eru fyrir hverja íbúð fyrir sig. 

 


Leiðbeiningar um álestur hitaveitumæla - Hornafjörður

Kamstrup 603
Kamstrup 603

Kamstrup multical 603 er algengasta tegund mæla hjá viðskiptavinum okkar á Höfn í Hornafirði en þó getur komið fyrir að aðrar tegundir mæla hafi verið settar upp hjá einhverjum viðskiptavinum. Ef þessar leiðbeiningar passa ekki við þinn mæli má skoða leiðbeiningar fyrir hitaveitumæla á öðrum stöðum, t.d. á Blönduósi eða Búðardal. 

 

  1. Skráðu þig inn á Mínar síður Rarik og veldu „Skil á sjálfsálestri“
  2. Inni á Mínum síðum er listi yfir þá mæla sem skráðir eru á þína kennitölu. Veldu þann mæli sem við á. Mælisnúmerið sem einkennir þinn mæli er staðsett framan á mælinum, undir strikamerkinu. 
  3. Til að skila inn álestri af hituveitumæli þarf að lesa af honum kílóvattstundirnar (kWh), en þær sjást ekki alltaf á upphafsskjánum. Smelltu á örvatakkann sem bendir til hægri þar til þú sérð „E4” uppi í hægra horninu. Þá ertu með réttu töluna.
    Hægt er að fara til baka með því að ýta á örvatakkann sem bendir til vinstri. Ef mælirinn er látinn ósnertur í fjórar mínútur fer hann aftur í upphafsstöðu.
  4. Sláðu inn í álestrarviðmótið á Mínum síðum Rarik, töluna á skjánum (þegar E4 sést uppi í hægra horninu). Enn betra er að taka mynd og skila með sem viðhengi.  

Leiðbeiningar um álestur mæla - Blönduós og Siglufjörður

Kamstrup 601
Kamstrup 601

Á Blönduósi og Siglufirði er algengasta tegund mæla Kamstrup multical 601. Þó getur verið að önnur tegund af mæli hafi verið sett upp hjá einhverjum viðskiptavinum. Ef þessar leiðbeiningar passa ekki við þinn mæli má skoða leiðbeiningar fyrir hitaveitumæla á öðrum stöðum, t.d. á Hornafirði eða Búðardal

 

  1. Skráðu þig inn á Mínar síður Rarik og veldu „Skil á sjálfsálestri“ 
  2. Inni á Mínum síðum er listi yfir þá mæla sem skráðir eru á þína kennitölu. Veldu þann mæli sem við á. Mælisnúmerið sem einkennir þinn mæli er efsta talan framan á mælinum. 
  3. Til að skila inn álestri af hitaveitumæli þarf að lesa af honum kílóvattstundirnar (kWh), en þær sjást ekki alltaf á upphafsskjá. Smelltu á „græna“  takkann þar til þú sérð „E4" birtast uppi í hægra horninu. Þá ertu með réttu töluna.  
  4. Sláðu inn í álestrarviðmótið á Mínum síðum, töluna á skjánum (þegar E4 sést uppi í hægra horninu). Enn betra er að taka mynd og skila með sem viðhengi.

Leiðbeiningar um álestur mæla - Búðardalur

Kamstrup 602
Kamstrup 602

Í Búðardal er algengasta tegund mæla Kamstrup Multical 602. Þó getur verið að önnur tegund af mæli hafi verið sett upp hjá einhverjum viðskiptavinum. Ef þessar leiðbeiningar passa ekki við þinn mæli má skoða leiðbeiningar fyrir hitaveitumæla á öðrum stöðum, t.d. á Hornafirði eða Blönduósi.

 

  1. Skráðu þig inn á Mínar síður Rarik og veldu „Skil á sjálfsálestri“.
  2. Inni á Mínum síðum getur þú séð lista yfir þá mæla sem skráðir eru á þína kennitölu. Veldu þann mæli sem við á. Mælisnúmerið sem einkennir þinn mæli er efsta talan sem staðsett er framan á mælinum. 
  3. Til að skila inn álestri af hitaveitumæli þarf að lesa af honum kílóvattstundirnar (kWh), en þær sjást ekki alltaf á upphafsskjá. Smelltu á gráa „Play” takkann þar til þú sérð „E4” birtast uppi í hægra horninu. Þá ertu með réttu töluna.
  4. Sláðu inn í álestrarviðmótið á Mínum síðum, töluna á skjánum (þegar E4 sést uppi í hægra horninu). Enn betra er að taka mynd og skila með sem viðhengi. 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik