ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Opinn íbúafundur í Nesjum 16. mars 2018

Fimmtudaginn 16.mars sl. var haldinn íbúafundur í Félagsheimilinu Mánagarði í Nesjum í Hornafirði. Fundurinn var haldinn til að kynna áætlanir RARIK er varða fyrirhugaða lagningu stofnpípu nýrrar hitaveitu frá Hoffelli til Hafnar.

Hoffell-frett.jpg
Hoffell-frett.jpg

Góð mæting var á fundinn. Fundinum stýrði Lovísa Rósa Bjarnadóttir, forseti bæjarstjórnar.

Erindi héldu Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK, Þórhallur Halldórsson, deildarstjóri hönnunar og verkefnastjórnunar , Pétur E. Þórðarson, framkvæmdastjóri Tæknisviðs og Tryggvi Ásgrímsson, deildarstjóri notendaþjónustu.

Farið var yfir aðdraganda jarðhitaleitar á svæðinu, hverjir gætu mögulega tengst hinni nýju veitu í dreifbýlinu, farið yfir áætlaða lagnaleið og hvenær RARIK hyggst fara í framkvæmdir. Einnig var farið yfir drög að samningum milli RARIK og landeigenda vegna lagnarinnar og tengingar mögulegra notenda. Að lokum var farið lauslega yfir það hvað eigendur húsa gætu þurft að gera til að tengjast hitaveitunni og hvað áætlaður kostnaður sé við þær breytingar. Í lok erinda voru fyrirspurnir og umræður.

Að fundinum loknum voru frekari umræður og kaffiveitingar.

RARIK þakkar öllum fyrir sem komu að þessum fundi, ekki síst Kvenfélaginu Vöku sem sá um kaffiveitingar.

Glærukynning
Þórhallur Halldórsson
Ibúafundur

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar