Áður en þú fyllir út umsókn um heimtaug er mikilvægt að þú farir vandlega yfir gátlistann okkar.
Ef umsókn er ekki rétt út fyllt eða inniheldur rangar tæknilegar upplýsingar getur það orsakað tafir á afhendingu og spennusetningu og haft í för með sér óþarfan viðbótarkostnað fyrir þig. Þessi gátlisti á bæði við um varanlegar heimtaugar og heimtaugar til bráðabirgða.
Þegar þú sækir um heimtaug hjá Rarik, eru nokkur atriði sem mikilvægt er að hafa í huga:
Gættu þess að byrja umsóknarferlið tímanlega þar sem afgreiðsla heimtauga getur tekið tíma í framkvæmd, sérstaklega ef um nýbyggingu er að ræða. Hér er sumarið aðaltími framkvæmda og því gott að sækja um snemma á vorin.
Áður en sótt er um heimtaug þá þarftu að vera með samning við löggiltan rafverktaka sem mun annast raflagnir í byggingunni. Við mælum með að þú ráðfærir þig við hann áður en þú fyllir út umsókn um heimtaug og hafir neðangreind atriði í huga:
Ef verið er að sækja um nýja heimtaug í stað bráðabirgðaheimtaugar og sótt verður um flutning heimtaugar síðar þá biðjum við um að settar séu upplýsingar um það í athugasemdarreit þar sem fram kemur hvað standi til. Sendu inn fylgigögn sem sýna bæði núverandi ósk um tengingu og fyrirhugaða framtíðartengingu. Þá er hægt að hanna heimtaugina þannig að kostnaður verði í lágmarki.
Fyrir varanlega heimtaug þarf að skila inn eftirfarandi gögnum:
Fyrir bráðabirgðaheimtaug þarf að skila inn:
Kynntu þér kostnað við tenginguna og athugaðu að ekki er spennusett fyrr en greiðsla hefur borist. Í gjaldskrá fyrir tengigjöld rafmagns (í kafla 1 fyrir þéttbýli og kafla 2 fyrir dreifbýli) eru upplýsingar um kostnað við að fá heimtaug.
Að gefnu tilefni viljum við minna á að frá og með 15. október og til 1. apríl bætist vetrarálag ofan á allan kostnað vegna jarðvegsframkvæmda. Við hvetjum fólk í framkvæmdahugleiðingum til að senda inn umsóknir fyrir þann tíma til að sleppa við aukakostnað. Jarðvegsvinna að vetri til er bæði erfiðari og kostnaðarsamari en á sumrin vegna ýmissa þátta, t.d. frosts í jörðu, snjóalaga, veðurs sem tafið getur framkvæmdir og stutts birtutíma. Því bætist viðbótargjald ofan á fastan kostnað vegna heimlagna yfir vetrartímann. Frá og með 15. október og til 1. apríl bætast 7.500 krónur m.vsk. ofan á hvern lengdarmetra sem Rarik þarf að leggja í jörð utan lóðamarka viðskiptavinar umfram 25 m, grunngjald er alltaf 187.500 kr. m.vsk. Um jöfnunargjald er að ræða fyrir allt landið til að jafna út þann kostnaðarauka sem fellur til vegna ofangreindra ástæðna. Aukakostnaður getur orðið verulegur og er í mörgum tilfellum mun hærri en sem nemur þessu álagi. Við hvetjum viðskiptavini, sem eiga þess kost, til að seinka vinnu við heimtaugar fram yfir 1. apríl til að spara mögulega óþörf útgjöld og sækja tímanlega um heimlagnir fyrir sumartímann.
Ef heimtaug fer yfir land í eigu annarra þá berð þú ábyrgð á að útvega leyfi þess landeiganda. Rarik getur upplýst um hvort þú þarfnast þessa leyfis og mun einnig útvega form sem hægt er að nota.
Þú þarft að leggja, á þinn kostnað, 50 mm plaströr (ekki barka) fyrir heimtaugarstreng út fyrir lóðamörk eða að lágmarki 20 m frá byggingunni í samráði við Rarik. Öll jarðvinna innan lóðarmarka er í þinni umsjá eða verktaka á þínum vega. Lagnaskurður þarf að vera 70 cm djúpur.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14