ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Gátlisti fyrir færslu heimæðar (hitaveita)


Almennar upplýsingar

  • Heimilisfang verkstaðar, landnúmer og póstnúmer. Hægt er að sækja upplýsingar beint í fasteignaskrá í skráningarforminu. Ef þessar upplýsingar eru ekki til þá er hægt að staðsetja verkstað á korti eða setja inn hnit.
  • Nafn greiðanda, kennitala, GSM símanúmer og netfang. Athugið að greiðandi er sá aðili sem verður skráður fyrir heimlögninni.
  • Nafn tengiliðar í verkefninu, GSM símanúmer og netfang. Athugið að tengiliður er sá aðili sem Rarik er í sambandi við hvað varðar útfærslu og framkvæmd verksins.

Kostnaður

Breytingar á heimæð, færsla á tengigrind o.s.frv. eru alfarið á kostnað umsækjanda. Sjá nánar í gjaldskrá fyrir heitt vatn og tengigjöld.

 

Að gefnu tilefni viljum við minna á að frá og með 15. október og til 1. apríl bætist vetrarálag ofan á allan kostnað vegna jarðvegsframkvæmda. Við hvetjum fólk í framkvæmdahugleiðingum til að senda inn umsóknir fyrir þann tíma til að sleppa við aukakostnað. Jarðvegsvinna að vetri til er bæði erfiðari og kostnaðarsamari en á sumrin vegna ýmissa þátta, t.d. frosts í jörðu, snjóalaga, veðurs sem tafið getur framkvæmdir og stutts birtutíma. Því bætist viðbótargjald ofan á fastan kostnað vegna heimlagna yfir vetrartímann. Frá og með 15. október og til 1. apríl bætast 7.500 krónur m.vsk. ofan á hvern lengdarmetra sem Rarik þarf að leggja í jörð utan lóðamarka viðskiptavinar umfram 25 m, grunngjald er alltaf 187.500 kr. m.vsk. Um jöfnunargjald er að ræða fyrir allt landið til að jafna út þann kostnaðarauka sem fellur til vegna ofangreindra ástæðna. Aukakostnaður getur orðið verulegur og er í mörgum tilfellum mun hærri en sem nemur þessu álagi. Við hvetjum viðskiptavini, sem eiga þess kost, til að seinka vinnu við heimtaugar fram yfir 1. apríl til að spara mögulega óþörf útgjöld og sækja tímanlega um heimlagnir fyrir sumartímann.


Upplýsingar um framkvæmd

Þegar sótt erum færslu á heimæð er óskað eftir eftirfarandi upplýsingum:

  • Lýsing á hvað á að gera 
  • Nafn, kennitala, símanúmer og netfang pípulagningarmeistara sem sér um framkvæmd.
  • Áætluð tímasetning:
    • Hér er átt við dagsetningu sem starfsfólk framkvæmdaflokks getur hafist handa við verkið. Við munum reyna að verða við óskum um tímasetningar en það er ekki alltaf hægt. Sendið umsókn inn með nokkurra mánaða fyrirvara.

Fylgigögn


Vinsamlegast athugið

  • Við munum senda afrit af umsókn til pípulagningameistara sem er gefinn upp í umsókninni.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik