ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Yfirlit um truflanir vegna óveðurs 14. febrúar

Hér að neðan birtast fréttir af stöðu dreifikerfisins eftir því sem tilefni verða til vegna óveðurs 14. febrúar 2020. Auk þess upplýsum við um stöðu mála á tilkynningasíðu og á kortasjá.

Staðan 17.02.2020 - kl. 10:10

  • Á Suðurlandi er verið að gera við bilun að sumarhúsi í Mýrdal. Þegar þeirri viðgerð lýkur, eiga allir að vera komnir með rafmagn sem voru rafmagnslausir í óveðrinu 14. febrúar.
  • Það geta verið bilanir í kerfinu á Suðurlandi sem RARIK veit ekki um, t.d. í sumarhúsabyggðum og öðrum stöðum þar sem ekki er föst búseta. Við minnum því á síma bilanavaktar á Suðurlandi 528 9890.
  • Endanlegar viðgerðir munu standa yfir næstu daga á þeim svæðum þar sem bilanir urðu. Á því tímabili má búast við rafmagnstruflunum bæði vegna þess að kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan á viðgerð stendur.

Þessi frétt verður ekki uppfærð frekar en yfirlit yfir bilanir sem urðu í óveðrinu verður birt fljótlega á vef RARIK.

Staðan 16.02.2020 - kl. 08:40

  • Á Suðurlandi eru allir með rafmagn eftir því sem best er vitað, fyrir utan nokkur sumarhús. Sumir fá þó rafmagn með varaafli.
  • Það geta verið bilanir í kerfinu sem RARIK veit ekki um, t.d. í sumarhúsabyggðum og öðrum stöðum þar sem ekki er föst búseta. Við minnum því á síma bilanavaktar á Suðurlandi 528 9890.
  • Viðgerðir munu standa yfir næstu daga og vikur. Á því tímabili má búast við rafmagnstruflunum bæði vegna þess að kerfið er laskað eftir óveðrið og vegna þess að taka þarf rafmagn af í styttri eða lengri tíma á meðan á viðgerð stendur.
  • Á Vesturlandi, Norðurlandi og Austurlandi eru allir komnir með rafmagn eftir því sem best er vitað.
  • Í Sveitarfélaginu Hornafirði standa enn yfir viðgerðir og búast má við rafmagnstruflunum á meðan þeim stendur.

RARIK vill þakka viðskiptavinum sínum fyrir þolinmæði og skilning við þessar erfiðu aðstæður.

Staðan 15.02.2020 - kl. 21:40

  • Hellulína 1, lína Landsnets, er komin í rekstur aftur eftir bilun og ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi.
  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í gær, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir eru komnir með rafmagn aftur. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • V-Skaftafellssýsla:
    • Rafmagnslaust er í einu sumarhúsi í Mýrdal.
  • Rangárvallasýsla:
    • Álma að Seljavöllum: Við áætlum að viðgerð ljúki í kvöld eða í nótt.
    • Merkurbæir: Búið að reisa alla brotna staura við Seljaland og komið rafmagn að hluta. Nokkrir staurar eru brotnir fyrir ofan spennistöð við Hamragarða. Varaafl er komið á nokkrum stöðum. Reiknað er að allir verða komnir með rafmagn í kvöld/nótt.

Staðan 15.02.2020 - kl. 16:40

  • Hellulína 1, lína Landsnets, er komin í rekstur aftur eftir bilun og ekki er lengur þörf á að skammta rafmagn á Suðurlandi.
  • Veður er orðið mjög slæmt á Suðurlandi og mun það seinka viðgerðum hjá okkur. Ekki er vitað á þessari stundu hvað mikið, viðgerðir halda áfram strax og veður leyfir.

  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í gær, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir eru komnir með rafmagn aftur. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • V-Skaftafellssýsla:
    • Rafmagnslaust er á sumarhúsi Neðri Dal í Mýrdal.
  • Rangárvallasýsla:
    • Álma að Seljavöllum: Enn eru nokkrir bæir rafmagnslausir, en vonast er til að allir fái rafmagn á næstu klukkustundum.
    • Merkurbæir: Búið að reisa alla brotna staura við Seljaland og komið rafmagn að hluta. Nokkrir staurar eru brotnir fyrir ofan spennistöð við Hamragarða. Varaafl er komið á nokkrum stöðum.
    • Sumarhús við Leirubakka Landsveit eru rafmagnslaus.
    • Eystri Skógar: Nokkur sumarhús rafmagnslaus. 2 brotnir staurar.
  • Á Vesturlandi eru allir með rafmagn að því er við best vitum.

Staðan 15.02.2020 - kl. 12:30

  • Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár eru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets.
  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í gær, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir eru komnir með rafmagn aftur. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • Á Vesturlandi er einn bær í Hvalfirði rafmagnslaus og viðgerð er í gangi.
  • Suðurland: Viðgerðir eru í fullum gangi og vonast er til að allir fái rafmagn í dag.
  • V-Skaftafellssýsla:
    • Meðalland: Spenna er komin á kerfið frá Klaustri að millispenni við Eystra Hraun.
    • Rafmagnslaust er þar fyrir neðan. Það er töluvert af skemmdum einangrum og fleiru á þeim kafla.
      Rafmagnslaust er á Kaldrananesi og sumarhúsi Neðri Dal í Mýrdal.
    • Um 26 staurar eru brotnir milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verður sett við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega.
  • Rangárvallasýsla:
    • Álma að Seljavöllum: Enn eru nokkrir bæir rafmagnslausir, en vonast er til að allir fái rafmagn á næstu klukkustundum.
    • Merkurbæir: Búið að reisa alla brotna staura við Seljaland og komið rafmagn að hluta. Nokkrir staurar eru brotnir fyrir ofan spennistöð við Hamragarða og verður farið í viðgerð þar í fyrramálið. Varaafl er komið á nokkrum stöðum.
    • Álma að Flagbjarnarholti Holtum, er enn rafmagnslaus. Tveir staurar eru brotnir. Viðgerðir hefjast fljótlega.
    • Sumarhús við Leirubakka Landsveit eru rafmagnslaus.
    • Akur við Hvolsvöll er rafmagnslaus. Varaaflsstöð verður vonandi tengd á næstu klukkustundum.

Staðan 15.02.2020 - kl. 10:10

  • Íbúar á Suðurlandi austan Þjórsár eru beðnir um að spara rafmagn vegna bilana í kerfi Landsnets.

Staðan 15.02.2020 - kl. 07:30

  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í gær, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Langflestir eru komnir með rafmagn aftur. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • Á Vesturlandi er einn bær í Hvalfirði rafmagnslaus. Gert verður við bilun í dag ef aðstæður leyfa.

  • Suðurland: Unnið var við viðgerðir til kl 5 í morgun og fer vinna aftur af stað um kl. 8.
  • V-Skaftafellssýsla:
    • Meðalland: Spenna er komin á kerfið frá Klaustri að millispenni við Eystra Hraun. Rafmagnslaust er þar fyrir neðan. Það er töluvert af skemmdum einangrum og fleiru á þeim kafla.
    • Rafmagnslaust er á Kaldrananesi og sumarhúsi Neðri Dal í Mýrdal.
    • Um 26 staurar eru brotnir milli Álftavers og Hrífuness. Rafstöð verður sett við Laufskálavörðu takist ekki að spennusetja línuna fljótlega.
  • Rangárvallasýsla:
    • Álma að Seljavöllum: Enn eru nokkrir bæir rafmagnslausir, en vonast er til að allir fái rafmagn á næstu klukkustundum.
    • Merkurbæir: Búið að reisa alla brotna staura við Seljaland og komið rafmagn að hluta. Nokkrir staurar eru brotnir fyrir ofan spennistöð við Hamragarða og verður farið í viðgerð þar í fyrramálið. Varaafl er komið á nokkrum stöðum.
    • Álma að Flagbjarnarholti Holtum, er enn rafmagnslaus. Tveir staurar eru brotnir. Viðgerðir hefjast fljótlega.
    • Sumarhús við Leirubakka Landsveit eru rafmagnslaus.
    • Akur við Hvolsvöll er straumlaus. Varaaflsstöð verður vonandi tengd á næstu klukkustundum.
  • Á Austurlandi er enginn rafmagnslaus svo vitað sé.
  • Á Norðurlandi er enginn rafmagnslaus svo vitað sé.

Staðan 15.02.2020 - kl. 03:00

  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í gær, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • Á Vesturlandi er einn bær í Hvalfirði rafmagnslaus. Ekki er hægt að gera við fyrr en á morgun.
  • Á Suðurlandi eru bilanir á tíu stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagn er komið á í Vík og í Mýrdal. Verið er að vinna að viðgerð að sumarhúsum á Snorrastaðalandi. Rafmagn er komið á í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti en rafmagn er komið á í Álftaveri, rafmagnslaust er í Meðallandi og Landbroti og unnið er að viðgerð. Aðstæður á Suðurlandi eru ágætar og unnið er að viðgerðum. Reiknað er með að langflestir verði komnir með rafmagn í nótt, annað hvort eftir viðgerð eða með varaaflsstöðvum. Unnið er að viðgerð við Vallarkrók við Hvolsvöll og í línu að Gunnarsholti.
  • Á Austurlandi er bilun í Vopnafirði og er rafmagnslaust frá öryggi við Hámundarstaði og út að Strandhöfn.
  • Á Norðurlandi er enginn rafmagnslaus svo vitað sé.

Staðan 14.02.2020 - kl. 23:15

  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í dag, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • Á Vesturlandi er einn bær í Hvalfirði rafmagnslaus. Ekki er hægt að gera við fyrr en á morgun.
  • Á Suðurlandi eru bilanir á tíu stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal. Rafmagn er skammtað í Vík og eru íbúar beðnir um að spara rafmagn. Þá er rafmagnslaust frá Laugarvatni að Laugardalshólum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum. Rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og Landbroti. Aðstæður á Suðurlandi eru ágætar og unnið er að viðgerðum. Reiknað er með að langflestir verði komnir með rafmagn í kvöld eða í nótt, annað hvort eftir viðgerð eða með varaaflsstöðvum.
  • Á Austurlandi er bilun í Vopnafirði og er rafmagnslaust frá öryggi við Hámundarstaði og út að Strandhöfn.
  • Á Norðurlandi er enginn rafmagnslaus svo vitað sé.

Staðan 14.02.2020 - kl. 19:45:

  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í dag, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • Á Vesturlandi er einn bær í Hvalfirði rafmagnslaus. Ekki er hægt að gera við fyrr en á morgun.
  • Á Suðurlandi eru bilanir á tíu stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal. Rafmagn er skammtað í Vík og eru íbúar beðnir um að spara rafmagn. Þá er rafmagnslaust frá Laugarvatni að Laugardalshólum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum. Rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru ágætar og unnið er að viðgerðum. Reiknað er með að langflestir verði komnir með rafmagn í kvöld eða í nótt, annað hvort eftir viðgerð eða með varaaflsstöðvum.
  • Á Austurlandi er búið er að koma á rafmagni í sveitarfélaginu Hornafirði.Á Vopnafirði er rafmagnslaust í Vesturárdal að hluta og út ströndina í Vopnafirði.
  • Á Norðurlandi er enginn rafmagnslaus að vitað sé.

Staðan 14.02.2020 - kl. 18:10:

  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í dag, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær bilanir sem hafa orsakað rafmagnstruflanir. Álma að Húsafelli er úti. Viðgerð stendur yfir. Þar eru brotnar slár. Innsti hluti Hvalfjarðar er rafmagnslaus. Líklega er ekki hægt að gera við fyrr en á morgun.
  • Á Suðurlandi eru bilanir á ellefu stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal. Rafmagn er skammtað í Vík og eru íbúar beðnir um að spara rafmagn. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum. Rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru ágætar og unnið er að viðgerðum. Reiknað er með að langflestir verði komnir með rafmagn í kvöld eða í nótt, annað hvort eftir viðgerð eða með varaaflsstöðum.
  • Á Austurlandi er búið er að koma á rafmagni í sveitarfélaginu Hornafirði.Á Vopnafirði er rafmagnslaust í Vesturárdal að hluta og út ströndina í Vopnafirði.
  • Á Norðurlandi er enginn rafmagnslaus að vitað sé.

Staðan 14.02.2020 - kl. 17:00:

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær bilanir sem hafa orsakað rafmagnstruflanir. Álma að Húsafelli er úti. Viðgerð stendur yfir. Þar eru brotnar slár. Innsti hluti Hvalfjarðar er rafmagnslaus. Líklega er ekki hægt að gera við fyrr en á morgun.
  • Á Suðurlandi eru bilanir á átta stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal. Það eru tveir brotnir staurar í Víkurlínu í Mýrdal. Rafmagn er skammtað í Vík og eru íbúar beðnir um að spara rafmagn. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum og eru 27 staurar brotnir þar, en flestir eru þó með rafmagn eftir öðrum leiðum. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru að skána. Unnið er við bilanaleit og viðgerðir. Það er farið að draga úr eldingaveðrinu en það getur tafið fyrir truflanaleit og viðgerðum.
  • Búið er að koma á rafmagni í sveitarfélaginu Hornafirði.
  • Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus. Fyrir stuttu fóru út nokkrir bæir í Vopnafirði.

Staðan 14.02.2020 - kl. 13:30:

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær truflanir. Álma að Húsafelli er úti. Þar eru brotnar slár. Hvalfjarðarlína er úti og norður hluti Hvalfjarðar og Svínadalur er rafmagnslaus. Mikil selta og hvassviðri er á svæðinu.
  • Á Suðurlandi eru truflanir á átta stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal. Það eru tveir brotnir staurar í Víkurlínu í Mýrdal. Rafmagn er skammtað í Vík og eru íbúar beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum og eru 27 staurar brotnir þar, en flestir eru þó með rafmagn eftir öðrum leiðum. Einnig er rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru að skána. Unnið er við bilanaleit og viðgerðir. Þessu til viðbótar er eldingaveður að koma yfir landið og það getur bæði valdið truflunum, en einnig getur þetta tafið fyrir truflanaleit og viðgerðum.
  • Á Austurlandi er hefur verið rafmagnslaust frá í morgun í sveitarfélaginu Hornafirði, vegna truflunar í flutningskerfinu. Einnig er bilun í dreifikerfinu. Búið er að koma rafmagni á Höfn og verið er að vinna í að koma rafmagni á sveitirnar.
  • Á Norðurlandi er einn bær í Miðfirði rafmagnslaus og verður farið í viðgerð um leið og aðstæður leyfa.

Staða truflana 14.02.2020 - kl. 10:50:

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær truflanir. Álma að Húsafelli er úti. Þar eru brotnar slár. Hvalfjarðarlína er úti og norður hluti Hvalfjarðar og Svínadalur er rafmagnslaus. Mikil selta er á svæðinu.
  • Á Suðurlandi er vitað truflanir á tólf stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal en rafmagn er skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er í uppsveitum Árnessýslu, þ.m.t. hluti Biskupstungnanna. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust í Landeyjum og eru 27 staurar brotnir þar. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru að skána. Vinnuflokkar eru farnir af stað í Árnessýslu, en enn er erfitt að komast til vinnu í Rangárvallasýslu og Skaftafellssýslum. Þessu til viðbótar er eldingaveður að koma yfir landið og það getur bæði valdið truflunum, en einnig getur þetta tafið fyrir truflanaleit og viðgerðum.
  • Á Austurlandi er sveitarfélagið Hornafjörður rafmagnslaust, þ.m.t. Höfn, vegna truflunar í flutningskerfinu. Einnig er bilun í dreifikerfinu. Eldingar hafa verið á svæðinu.

Staða truflana 14.02.2020 - kl. 08:40:

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær truflanir. Álma að Húsafelli er úti. Þar eru brotnar slár. Hvalfjarðarlína er úti og norður hluti Hvalfjarðar og Svínadalur er rafmagnslaus. Mikil selta er á svæðinu.
  • Á Suðurlandi er vitað um tíu truflanir. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal en rafmagn er skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er í uppsveitum Árnessýslu, þ.m.t. hluti Biskupstungnanna og frá Reykholti að Laugarvatni og Svínavatni. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnslaust í Landeyjum. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru mjög erfiðar og ekki hefur verið hægt að hefja truflanaleit. Vinnuflokkarnir eru tilbúnir um leið og rofar til í veðrinu.
  • Á Austurlandi er sveitarfélagið Hornafjörður rafmagnslaust, þ.m.t. Höfn, vegna truflunar í flutningskerfinu.

Staða truflana 14.02.2020 - kl. 08:00:

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær truflanir. Álma að Húsafelli er úti. Þar eru brotnar slár. Hvalfjarðarlína er úti og norður hluti Hvalfjarðar og Svínadalur er rafmagnslaus.
  • Á Suðurlandi er vitað um níu truflanir. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal en rafmagn er skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er í uppsveitum Árnessýslu, þ.m.t. hluti Biskupstungnanna og frá Reykholti að Laugarvatni og Svínavatni. Rafmagnslaust er við Þingvallavatn frá Miðfelli að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum. Einnig er rafmagnalaust í Landeyjum.

Staða truflana 14.02.2020 - kl. 07:50:

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær truflanir. Álma að Húsafelli er úti. Þar eru brotnar slár. Hvalfjarðarlína er úti og norður hluti Hvalfjarðar og Svínadalur er rafmagnslaus.
  • Á Suðurlandi er vitað um sjö truflanir. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal en rafmagn er skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Rafmagnslaust er í uppsveitum Árnessýslu, þ.m.t. hluti Biskupstungnanna og frá Reykholti að Laugarvatni og Svínavatni. Einnig er rafmagnslaust við Þingvallavatn frá Miðfelli að Mjóanesi. Þá er rafmagnslaust í Holtum, Landsveit og upp með Heklubæjum.

Staða truflana 14.02.2020 - kl. 07:30:

  • Á Vesturlandi er vitað um tvær truflanir. Álma að Húsafelli er úti. Þar eru brotnar slár. Hvalfjarðarlína er úti og norður hluti Hvalfjarðar og Svínadalur er rafmagnslaus.
  • Á Suðurlandi er vitað um fimm truflanir. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal en rafmagn er skammtað í Vík. Íbúar eru beðnir um að spara rafmagn. Hluti Biskupstungnanna eru rafmagnslausar og við Þingvallavatn frá Miðfelli að Mjóanesi. Þá er rafmangslaust á Rangárvöllum frá Djúpadal að Gunnarsholti.

Staðan 14.02.2020 - kl. 19:45:

  • 5.600 heimili og vinnustaðir urðu rafmagnslaus á svæði RARIK í óveðrinu sem geysaði í dag, flestir á Suðurlandi og Suðausturlandi. Rúmlega 100 staurar brotnuðu og einnig var eitthvað um vírslit og sláarbrot.
  • Á Vesturlandi er einn bær í Hvalfirði rafmagnslaus. Ekki er hægt að gera við fyrr en á morgun.
  • Á Suðurlandi eru bilanir á tíu stöðum. Rafmagnslaust er á nokkrum bæjum undir Eyjafjöllum. Rafmagnslaust er í Vík og í Mýrdal. Rafmagn er skammtað í Vík og eru íbúar beðnir um að spara rafmagn. Þá er rafmagnslaust frá Laugarvatni að Laugardalshólum. Einnig er rafmagnslaust á nokkrum bæjum í Landeyjum. Rafmagnslaust í innsta hluta Fljótshlíðar og inn í Þórsmörk. Línan milli Kirkjubæjarklausturs og Víkur er úti og þar með er rafmagnslaust í Álftaveri, Meðallandi og hluta Skaftártungna. Aðstæður á Suðurlandi eru ágætar og unnið er að viðgerðum. Reiknað er með að langflestir verði komnir með rafmagn í kvöld eða í nótt, annað hvort eftir viðgerð eða með varaaflsstöðvum.
  • Á Austurlandi er búið er að koma á rafmagni í sveitarfélaginu Hornafirði.Á Vopnafirði er rafmagnslaust í Vesturárdal að hluta og út ströndina í Vopnafirði.
  • Á Norðurlandi er enginn rafmagnslaus að vitað sé.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar