Frá og með 1. desember taka gildi breytingar á gjaldskrá fyrir innmötun raforku. Markmið breytinganna er að auka gegnsæi, stytta afgreiðslutíma og bæta skilvirkni þegar kemur að tengingu minni virkjana.
Smávirkjanir undir 140 kW (200A) greiða hér eftir tengigjald samkvæmt almennri tengigjaldskrá Rarik.
Fram til þessa hefur hver og ein tenging verið metin sérstaklega út frá arðsemi hennar. Með breytingunni er ferlið einfaldað og gert skýrara fyrir viðskiptavini sem vilja koma upp smærri virkjunum.
Tekið verður upp nýtt gjald fyrir tengisamninga og verður það 100.000 kr. m. VSK, sem gengur upp í tengigjald virkjunar ef af henni verður.
Það er markmið okkar að auka skilvirkni og einfalda ferla þegar kemur að tengingum minni virkjana, sem og að bæta upplýsingaflæði til virkjunaraðila.
Við bendum öllum áhugasömum á að skoða virkjanasíður Rarik þar sem finna má leiðbeiningar um ferlið gagnvart Rarik fyrir ólíkar stærðir virkjana, hvort sem ætlunin er að framleiða eingöngu til eigin nota, setja upp smávirkjun undir 100 kW eða tengja virkjun á bilinu 100 kW-9,9 MW.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14