ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Við aukum aflið á Norðurlandi

Þessa vikuna er mikið um að vera við aðveitustöð okkar við Laxárvatn í Húnabyggð. Á mánudag var hafist handa við að stækka spenna í aðveitustöðinni og tengja inn nýja jarðstrengi.

 

Aðveitustöðin við Laxárvatn hefur gengið í gegnum miklar endurbætur í sumar. Mynd: Bernhard Kristinn
Aðveitustöðin við Laxárvatn hefur gengið í gegnum miklar endurbætur í sumar. Mynd: Bernhard Kristinn

Stækkun spenna og styrking dreifikerfisins er liður í því að auka afhendingargetu okkar og afhendingaröryggi á svæðinu en mikil eftirspurn er eftir raforku á þessum slóðum, sérstaklega fyrir hleðsluinnviði. Eftir stækkunina mun afhendingargeta okkar frá Laxárvatni aukast úr 3,5MW í 6,5MW og það munar svo sannarlega um minna. Við notum tækifærið og tengjum inn nýjan jarðstreng fyrir Skagaströnd sem koma mun í stað gömlu Skagastrandarlínunnar. Einnig mun bætast við nýr 11kV strengur inn á Blönduós en hann var boraður undir ána Blöndu fyrr í sumar.

Það er nóg að gera við að tengja nýja strengi og spenna við Laxárvatn. Mynd: Bernhard Kristinn
Það er nóg að gera við að tengja nýja strengi og spenna við Laxárvatn. Mynd: Bernhard Kristinn

Hér er um stórt verkefni að ræða sem tekur nokkra daga að ljúka. Meðan á þessari aðgerð hefur staðið hefur meirihluti Húnabyggðar fengið rafmagn frá aðveitustöðinni í Hrútatungu um 19kV kerfi en Skagaströnd og gamla Skagabyggð verið tengd við 11kV kerfi frá Laxárvatni auk þess sem varaaflsvél hjálpar til þegar notkunin er mikil.

Framkvæmdaflokkar okkar á Norðurlandi hafa unnið hratt og örugglega svo rask verði sem minnst fyrir íbúa á svæðinu og munu ná að ljúka við að tengja allt degi fyrr en upphaflega var áætlað. Aðgerðinni lýkur því í nótt, aðfaranótt fimmtudagsins 4. september, en þá verða Húnaþing og Skagaströnd aftur tengd við aðveitustöðina við Laxárvatn.

Okkar bestu rafvirkjar á Norðurlandi eru á staðnum svo verkið gangi vel fyrir sig. Mynd: Bernhard Kristinn
Okkar bestu rafvirkjar á Norðurlandi eru á staðnum svo verkið gangi vel fyrir sig. Mynd: Bernhard Kristinn
Borað var nýjum jarðstreng undir Blöndu í sumar. Mynd: Gummi HB hjá Finnur ehf
Borað var nýjum jarðstreng undir Blöndu í sumar. Mynd: Gummi HB hjá Finnur ehf

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik