ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Vel heppnuð heimsókn á Austurland

Stjórn og framkvæmdastjórn Rarik heimsótti Austurland dagana 22.-24. september s.l. og kom einnig við á austasta hluta Norðurlands. Tilgangur ferðarinnar var að kynna betur starfsemi okkar og fjölbreytt verkefni í landshlutanum og treysta samstarf og samskipti við sveitarstjórnir og stóra viðskiptavini á svæðinu. 

 

Ferðin hófst á Höfn í Hornafirði og síðan lá leiðin á Reyðarfjörð, Norðfjörð, Neskaupstað, Eskifjörð, Egilsstaði og Vopnafjörð og endaði loks á Þórshöfn. Fundir voru haldnir með fulltrúum sveitarstjórnar Hornafjarðar, Fjarðabyggðar, Múlaþings, Fljótsdalshrepps, Vopnafjarðar og Langanesbyggðar auk þess sem kúabúið Flatey, Síldarvinnslan í Neskaupstað og Ísfélagið á Þórshöfn tóku vel á móti okkar fólki. Farnar voru skoðunarferðir í hitaveituna í Hoffelli, aðveitustöðina við Teigarhorn og Lagarfossvirkjun Orkusölunnar.

 

Árlega heimsækja stjórn og framkvæmdastjórn okkar einn landshluta í senn. Þannig viljum við tryggja það að við fáum að hlusta á fulltrúa sveitarfélaga og viðskiptavina um allt land og heyra hvaða mál brenna á þeim þegar kemur að orkudreifingu og orkuskiptum. Að sama skapi gefst okkur tækifæri til að kynna starfsemi Rarik betur, ræða verkefni fyrirtækisins og stöðu dreifikerfisins. Hlutverk Rarik og ábyrgð þegar kemur að uppbyggingu og orkuskiptum á landsbyggðinni er gríðarstórt og við tökum því mjög alvarlega. Það er okkur mikið kappsmál að eiga góð samskipti og samstarf við sveitarstjórnir og fyrirtæki á okkar dreifisvæði og veita þeim framúrskarandi þjónustu. Heimsóknir og fundir sem þessir eru okkur því gríðarlega mikilvægir. 

 

Við sendum sérstakar þakkir til allra þeirra sem tóku á móti og komu til fundar við okkur á meðan á ferð okkar stóð. 

Hornafjordur

Ferðin hófst með heimsókn til Hornafjarðar þar sem áttum ánægjulegan fund með fulltrúum bæjarstjórnarinnar.

Flatey Kúabú

Á kúabúinu Flatey á Mýrum fengum við góðar móttökur.

Neskaupstaður

Neskaupstaður skartaði sínu fegursta þegar við tókum fund með fulltrúum Fjarðabyggðar.

Síldarvinnslan

Síldarvinnslan, einn stærsti einstaki viðskiptavinur okkar, bauð í heimsókn og sýndi okkur eina af hátækniverksmiðjum fyrirtækisins. 

Múlaþing Egilsstaðir

Við fengum fulltrúa frá Múlaþingi og Fljótsdalshrepp í heimsókn í starfsstöð okkar á Egilsstöðum. 

Lagarfossvirkjun

Orkusalan bauð upp á skoðunarferð um Lagarfossvirkjun. 

Vopnafjörður

Vopnafjörður

Vel heppnaður fundur með sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.

Thorshofn fundur

Stjórn og framkvæmdastjórn áttu góðan fund með fulltrúum Langanesbyggðar í Þórshöfn. 

Thorshofn Ísfélagið

Við tókum hús á Ísfélaginu sem vinnur um þessar mundir að mikilli stækkun með byggingu á nýjum 2.200 fermetra frystiklefa í Þórshöfn.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik