Á morgun, föstudaginn 23. júní 2023, flytjum við starfsstöð okkar á Selfossi í nýtt húsnæði við Larsenstræti 4 og hefjum fulla starfsemi þar mánudaginn 26. júní.
Framkvæmdir við nýja starfsstöð hófust í janúar 2021 og felur þessi nýja aðstaða í sér bætt vinnuskilyrði starfsfólks og hagræði fyrir reksturinn sem framvegis verður á einum stað í stað tveggja áður. Þess er vænst að sameinuð starfsstöð skapi gott nútímalegt vinnuumhverfi og auðveldi starfsfólki að þjóna viðskiptavinum okkar enn betur í framtíðinni.


Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið: 
Mán-fim 9-16 og fös 9-14