ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

RARIK þakkar hlýjar móttökur á 75 ára afmælismálþingi

RARIK efndi til afmælismálþinga á fjórum stöðum í landinu í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins undir yfirskriftinni: Rafmagnið í lífi okkar – hreyfiafl landsbyggðar til framtíðar.

Málþingin fóru fram dagana 7.-13. september í Stykkishólmi, á Selfossi, Egilsstöðum og Akureyri en þar var rætt um framtíð rafmagnsdreifingar á landsbyggðinni. Tilgangur málþinganna var að efna til umræðu um stöðu orkumála og nokkur þeirra álitamála sem uppi eru í dag eins og orkuskipti og loftlagsmál. Einnig var rætt um afhendingaröryggi raforku og hvernig RARIK sér fyrir sér að þjónustan muni þróast í komandi framtíð. Þá var fjallað um jafnréttismálin og stöðu kvenna í orkugeiranum, rætt um verðskrá RARIK og síðast en ekki síst um þau tækifæri sem kunna að felast í náinni framtíð.

 

Fram kom í máli Magnúsar Þórs Ásmundssonar, forstjóra RARIK, að fyrirtækið stæði frammi fyrir miklum tímum breytinga á 75 ára afmæli þess. Loftslagsváin er raunveruleg og orkuskipti munu verða mikilvæg mótvægisaðgerð þar sem RARIK getur gegnt lykilhlutverki. Einnig þurfi að að eiga sér stað hugarfarfsbreyting þar sem ekki verði litið á orku sem óþrjótandi auðlind og meiri áhersla lögð á orkunýtni og að draga úr sóun. 

  • Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur, sem jafnframt var ráðstefnustjóri sagði að líkt og samfélag okkar fór frá sveit yfir í borg þá er það næst á leiðinni yfir í skýið og þjónusta verði í auknum mæli sótt í skýið.
  • Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK, kom inn á hvernig RARIK hefur kerfisbundið skipt loftlínum út fyrir jarðstrengi á síðustu þremur áratugum og nú sé 72% af dreifikerfinu komið í jörð með fækkun truflana vegna veðurs.
  • Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar RARIK, ræddi um mikilvægi þess að dreifikerfi RARIK yrði styrkt stórkostlega og taka þurfi upp nýja tækni til að geta bæta nýtingu innviða þegar kemur að orkuskiptum.  
  • Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, þróunarstjóri nýsköpunar og greininga hjá RARIK, sagði að þar sem  notendur RARIK borgi fyrir raforkukerfið verði verðskráin að vera sanngjörn og endurspegla kostnað.
  • Hildur Harðardóttir, formaður kvenna í orkumálum og verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun, sagði gríðarleg tækifæri fyrir fyrirtæki í orkugeiranum að leggja áherslu á fjölbreyttan starfshóp, bæði hvað varðar kyn og annan fjölbreytileika. Fjölbreytileiki skili sér í aukinni nýsköpun, skilvirkari stjórnarháttum, sterkari fjárhag og betri ákvarðanatöku.

Opnunarávarp forstjóra

Magnús Þór Ásmundsson, forstjóri RARIK.

Ný tækifæri í breyttri framtíð

Bergur Ebbi Benediktsson, rithöfundur.

Afhendingaröryggi og þjónusta

Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK.

Orkuskipti og loftlagsmál

Kjartan Rolf Árnason, deildarstjóri kerfisstýringar RARIK.

Verðskráin í nútíð og framtíð

Silja Rán Steinberg Sigurðardóttir, þróunarstjóri nýsköpunar og greininga hjá RARIK.

Konur í orkumálum

Hildur Harðardóttir, formaður Kvenna í orkumálum og verkefnisstjóri hjá Landsvirkjun.

Stiklur úr 75 ára afmælismynd RARIK

Fólk svarar spurningunni hvernig það sjái RARIK fyrir sér næstu 20 árin.
Frá afmælismálþingi í Hofi á Akureyri 13. september 2022.
Frá pallborðsumræðum á afmælismálþingi í Hofi á Akureyri 13. september 2022.
Frá málþingi á Egilsstöðum 12. september 2022
Frá málþingi á Egilsstöðum 12. september 2022
Frá málþingi á Selfossi 8. september 2022
Frá málþingi á Selfossi 8. september 2022.
75 ára afmælismálþing RARIK í Stykkishólmi
Frá málþingi í Stykkishólmi 7. september 2022.

Dagskráin var brotin upp með stuttum stiklum úr nýrri mynd um sögu og starfsemi RARIK í 75 ár. RARIK þakkar öllum þeim sem sóttu málþingin fyrir komuna og fyrir áhugaverðar umræður.


Glærur 75 ára afmælismálþings

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar