Við viljum tryggja að hið víðfeðma dreifikerfi Rarik standi undir auknum þörfum og kröfum næstu ára, ekki síst vegna orkuskipta. Því endurskoðum við gjaldskrár okkar reglulega með hliðsjón af verðbólgu, rekstrarkostnaði og þeim fjárfestingum sem þarf að ráðast í til að undirbúa dreifikerfið fyrir þriðju orkuskiptin.
	Við berum hag viðskiptavina okkar fyrir brjósti og höfum í samtölum við stjórnvöld lagt áherslu á að auka jöfnun milli dreifbýlis og þéttbýlis með hækkuðu dreifbýlisframlagi. Jöfnun dreifbýliskostnaðar er réttlætismál ásamt því að aðgangur landsmanna að rafmagni skiptir alla þjóðina máli. Við munum áfram tala fyrir því að íbúar dreifbýlis njóti sömu kjara og íbúar þéttbýlis þegar kemur að dreifikostnaði.
Sérstök dreifbýlisgjaldskrá er nauðsynleg til að hægt sé að meta og jafna kostnaðarmun dreifbýlis- og þéttbýlissvæða. Ef ein sameiginleg gjaldskrá væri í gildi yrði gjald í þéttbýli hærra hjá viðskiptavinum okkar og mun erfiðara að greina raunverulegan kostnaðarmun.
Stjórnvöld hafa tekið jákvætt í málið og hefur Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið, samkvæmt þingmálaskrá Alþingis fyrir veturinn 2025–2026, lagt fram frumvarp um aukna jöfnun í raforkudreifingu. Við vonum að það leiði til umtalsverðrar hækkunar á dreifbýlisframlagi og þar með jöfnunar á kostnaði milli þéttbýlis og dreifbýlis.
Gjaldskrá vegna dreifingar og flutnings raforku 
Dreifing í þéttbýli: Gjaldaliðir hækka um 7%. 
Dreifing í dreifbýli: Gjaldaliðir hækka um 5%. 
Gjaldaliðir frá Landsneti: Engin breyting. 
Áhrif á reikninga: Hækkunin á meðalheimili er u.þ.b. 5% bæði í þéttbýli og dreifbýli (miðað við heimili án rafmagnsbíls sem notar um 4.500 kWst á ári). 
 
Gjaldskrá fyrir tengigjöld rafmagns 
Allir gjaldaliðir hækka um 7%. 
Breytingin á tengigjaldskrá gildir eingöngu um heimtaugaumsóknir sem berast eftir 1. nóvember 2025. 
 
Gjaldskrá fyrir innmötun 
Allir gjaldaliðir hækka um 7%.
Ákvörðun um að hækka gjaldskrár er aldrei tekin án vandlegrar íhugunar. Við sjáum fram á að fjárfesta töluvert á komandi árum, m.a. vegna orkuskipta. Þessar fjárfestingar eru framþungar sem þýðir að tekjur koma ekki strax á móti þeim.
Orkuskipti: Fjölgun rafbíla og aukin rafvæðing kallar á miklar fjárfestingar í dreifikerfinu svo hægt sé að anna eftirspurn, t.d. eftir því að hlaða rafbíla heima og á ferð um landið. 
Hækkandi kostnaður: Verð á aðföngum hefur hækkað og kostnaður vegna dreifitapa hefur tvöfaldast frá haustinu 2024. 
Framþungar fjárfestingar: Við fjárfestum fyrir fram til að tryggja afhendingaröryggi og afkastagetu dreifikerfisins á komandi árum.  



Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið: 
Mán-fim 9-16 og fös 9-14