ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Fjölsótt opið hús á Selfossi

Á föstudaginn buðum við til opins húss að Larsenstræti á Selfossi þar sem búið er að sameina starfsemi Rarik á Selfossi, sem áður var á þremur stöðum, undir einu þaki.

Rúmlega 200 manns heimsóttu okkur á opna húsinu og kynntu sér sérhæfðan tækjakost eins og Iveco tækjabíl, ID Buzz rafbíla og þær áskoranir sem við tökumst á við í orkuskiptum, mælaþjónustu og heimlagnaþjónustu. Daníel Leó Ólason, deildarstjóri rekstrarsviðs á Suðurlandi, segir að dagurinn hafi heppnast einstaklega vel þar sem fjöldi fólks fékk áhugaverða innsýn í starfsemina sem snertir svo marga hagaðila á svæðinu.

 

Hér má sjá myndband frá opna húsinu og nokkrar valdar myndir.

Frá opnu húsi í nýrri starfsstöð Rarik á Selfossi
Starfsfólk okkar tók á móti rúmlega 200 manns á opnu húsi í nýrri starfsstöð fyrirtækisins á Selfossi.
Frá opnu húsi í nýrri starfsstöð Rarik á Selfossi
Frá fjölsóttu opnu húsi á Selfossi.
Spjallað í fundarherberginu Kósínus
Spjallað í fundarherberginu Kósínus.
Nýir rafbílar Rarik til sýnis
Nýir rafbílar okkar voru kynntir og rætt um þær áskoranir sem Rarik tekst á við í orkuskiptum.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik