ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Endurbætur og aukið rekstraröryggi á Reykjum

Undanfarin ár hefur verið unnið að viðbótar vatnsöflun á Reykjum við Húnavelli fyrir hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar. Í ár var lokið við að bora fjórðu vinnsluholuna, 1.200 metra djúpa, auk þess sem eldri borhola var endurfóðruð niður á 350 metra dýpi.

Við það tækifæri var skipt út hefðbundnum búnaði í holunni og í staðinn sett þekkt lausn úr olíuiðnaði þar sem mótor og dæla eru sambyggð á 300 metra dýpi. Með þessari lausn er hægt að fylgjast með ástandi holunar í rauntíma sem auðveldar og bætir eftirlit með auðlindinni.

 

Þetta er í fyrsta skipti sem RARIK nýtir þessa tækni en hún er algeng erlendis og hefur áður verið nýtt hérlendis. Í ár var borholuhús á Reykjum einnig endurnýjað og uppfært með nýjum búnaði og bættri hljóðvist. Öllum þessum aðgerðum er ætlað að auka rekstraröryggi hitaveitu Blönduóss og Skagastrandar til framtíðar.

Borholuhús á Reykjum endurnýjað
Borholuhús á Reykjum var endurnýjað og uppfært með nýjum búnaði og bættri hljóðvist.
Unnið hefur verið að endurbótum á heitavatnssvæðinu á Reykjum
Unnið að endurbótum á heitavatnssvæðinu á Reykjum við Húnavelli.
Dælurör, niðurdráttarrör og háspennustrengur
Hér liggur efni í nýtt dælurör og á keflunum er annars vegar niðurdráttarrör sem mun segja til um vatnshæðina í holunni og hins vegar háspennustrengur sem mun knýja mótorinn á 300 metra dýpi.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar