ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Byggingu nýrrar aðveitustöðvar á Sauðárkróki að ljúka

Byggingu nýrrar aðveitustöðvar RARIK á Sauðárkróki, sem hófst haustið 2019 er að ljúka og er nú unnið að uppsetningu búnaðar í nýju stöðinni.

Með tilkomu stöðvarinnar verður hægt að tvöfalda orkuafhendingu á svæðinu því í stað einnar 66kV tengingar og eins 10MVA aflspennis í gömlu stöðinni verða tvær 66kV tengingar og tveir 20 MVA aflspennar í þeirri nýju. Þá er nú unnið að því að styrkja bæjarkerfið á Sauðárkróki með lagningu nýrra jarðstrengja og verða settir upp 11 kV rofar í nýju stöðinni sem tengir hana við bæjarkerfið.

 

Nýja stöðin tengist bæði eldri línu Landsnets til Sauðárkróks og einnig nýjum 66 kV jarðstreng sem Landsnet hefur nýlega lagt. Allar þessar framkvæmdir fela í sér umtalsvert aukið afhendingaröryggi fyrir viðskiptavini RARIK á svæðinu.

 

Nýja aðveitustöðvarhúsið er byggt af verktakanum K-TAK. Um leið og verktakinn vinnur að lokafrágangi hússins er unnið að. því að setja saman 20 MVA spennana tvo, en hvor þeirra um sig mun geta annað allri notkun á Sauðárkróki þegar þeir verða komnir í notkun. Annar búnaður stöðvarinnar, þ.e. sautján 11 kV rofaskápar og ýmis annar búnaður verður settur upp á næstu vikum. Þegar samsetningu spennanna lýkur verður þeim komið fyrir nýja stöðvarhúsinu og þeir tengdir. Reiknað er með að hægt verði að taka nýju aðveitustöðina í notkun í desember.

Komið með nýju aflspennana á staðinn
Komið með nýju aflspennana á staðinn.
Nýju aflspennarnir komnir að húsi aðveitustöðvarinnar á Sauðárkróki
Nýju aflspennarnir komnir að húsi aðveitustöðvarinnar á Sauðárkróki og bíða þess að þess að komast í hús.
Á þessu yfirlitskorti má sjá hvar settir hafa verið niður nýir jarðstrengir til að styrkja bæjarkerfið á Sauðárkróki.
Yfirlitskort sem sýnir hvar settir verða niður nýir jarðstrengir til að styrkja bæjarkerfið á Sauðárkróki og ljósmynd af nýlegri jarðstrengslögn frá aðveitustöðinni að gatnamótum við Borgargerði.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik