ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Breyting á verðskrá fjarvarmaveitu á Seyðisfirði frá 1. mars

Ákveðið hefur verið að hækka verðskrá fyrir sölu á heitu vatni frá fjarvarmaveitu sem RARIK rekur á Seyðisfirði um 15%. Hækkunin tók gildi 1. mars 2024. 

Raforkuskortur ástæða hækkunar
Landsvirkjun tilkynnti RARIK um að skerðingar verði á afhendingu ótryggs rafmagns til kyndistöðvarinnar frá og með 18. janúar sl. Ætla má að umræddar skerðingar standi í allt að fjóra mánuði og er ástæðan raforkuskortur. Horfur í vatnsbúskap verða endurmetnar og gætu stytt skerðingatímann, en hámarkstími skerðinga er 120 dagar skv. samningum. Óháð skerðingu hefur rekstur veitunnar verið erfiður undanfarin ár. Árið 2017 tilkynnti RARIK um lokun veitunnar. Í kjölfarið óskuðu ráðuneyti, Orkustofnun og sveitarfélagið eftir fresti til að skoða aðra valkosti. Síðan þá hafa ýmsir valkostir verið skoðaðir og viðræður staðið yfir milli RARIK og sveitarfélagsins Múlaþings um að RARIK hætti rekstri veitunnar á þessu ári og sveitarfélagið taki yfir reksturinn.

 

Viðbótakostnaður vegna skerðingar samsvarar árstekjum veitunnar
Á meðan skerðing Landsvirkjunar varir hefur RARIK þurft að grípa til þess að keyra fjarvarmaveituna með olíu. Áætlaður viðbótarkostnaður vegna skerðingar í 120 daga samsvarar árstekjum veitunnar. RARIK metur það sem svo að þrátt fyrir að mikil hækkun sé íþyngjandi sé hækkun óhjákvæmileg í ljósi aðstæðna. 


Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ásamt Orkustofnun hefur samþykkt hækkun gjaldskrárinnar, en jafnframt ákveðið hækkun á niðurgreiðslum til viðskiptavina til að koma til móts við þessa hækkun. Niðurgreiðslurnar fara úr 5,46 kr./kWst í 6,44 kr./kWst frá og með 1. mars 2024. Jafnframt mun RARIK halda áfram viðræðum við sveitarfélagið Múlaþing um framtíð húshitunar á Seyðisfirði, vegna áforma fyrirtækisins um að hætta rekstri veitunnar á þessu ári.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar