ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Árshlutareikningur RARIK fyrstu sex mánuði ársins 2021

Hagnaður af starfsemi RARIK var 803 milljónir króna á fyrri helmingi ársins.

Rekstrarhagnaður af starfsemi RARIK fyrir fjármagnsliði (EBIT) á fyrri hluta ársins 2021 var 1.107 milljónir króna en var 1.039 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2020. Rekstrartekjur og rekstrargjöld með afskriftum breyttust óverulega á milli ára sem er í samræmi við áætlanir.

 

Fjármagnsliðir voru neikvæðir um 687 milljónir króna á tímabilinu, samanborið við að þeir voru neikvæðir um 1.014 milljónir króna á fyrri hluta ársins 2020. Breyting skýrist að stærstum hluta af styrkingu krónunnar.

 

Áhrif hlutdeildarfélagsins Landsnets hf. voru jákvæð um 467 milljónir króna, samanborið við 404 milljónir króna á fyrri hluta síðasta árs.

 

Samkvæmt rekstrarreikningi var hagnaður tímabilsins 803 milljónir króna samanborið við 424 milljónir króna á fyrri helmingi ársins 2020.

 

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta (EBITDA) var 2.453 milljónir króna eða 30% af veltu tímabilsins, samanborið við 28% af veltu á sama tímabili árið áður. Hreint veltufé frá rekstri, fyrir vexti og skatta, var 2.381 milljón króna samanborið við 2.195 milljónir króna á sama tímabili árið 2020.

 

Eignir RARIK samkvæmt efnahagsreikningi 30. júní 2021 voru 77.919 milljónir króna en skuldir 28.043 milljónir króna. Eigið fé var því 49.876 milljónir króna og eiginfjárhlutfall 64% en hlutfallið var 63% í ársbyrjun.

 

Fjárfestingar á árinu 2021 eru áætlaðar um 6 milljarðar króna en fjárfestingar fyrstu sex mánuði ársins námu 1,5 milljarði kr.

 

Horfur í rekstri RARIK á árinu 2021 eru ágætar. Áhrif Kórónaveirunnar á rekstur RARIK hafa ekki verið veruleg og tekist hefur að halda rekstri og fjárfestingum að mestu skv. áætlunum. Allar aðgerðir miðast við að tryggja áfram öryggi í rekstri eins og mögulegt er, en ef áframhald verður á faraldrinum og áhrifin á efnahagslífið í landinu verða meiri, má búast við að það geti haft áhrif á rekstur RARIK.

 

Gert er ráð fyrir að afkoma fyrir fjármagnsliði á seinni hluta ársins verði jákvæð í samræmi við áætlanir.

 

Árshlutareikningur RARIK ohf. er gerður samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum.

 

Helstu stærðir samstæðureiknings eru sýndar á meðfylgjandi mynd.

Helstu stærðir samstæðureiknings RARIK, fjárhæðir eru í milljónum króna


Jan-jún Jan-jún Jan-jún Jan-jún Jan-jún Jan-jún
2021 2020 2019 2018 2017 2016

Rekstartekjur 8.207 8.170 8.365 8.354 7.182 7.399
Rekstrargjöld 7.100 7.131 6.749 6.643 6.115 5.757
Rekstrarhagnaður1.107 1.039 1.616 1.711 1.067 1.642
Hrein fjármagnsgjöld-687 -1.014 -735 -447 -252 -446
Áhrif hlutdeildarfélags467 404 538 373 257 -75
Hagnaður fyrir skatta887 429 1.419 1.637 1.072 1.121
Tekjuskattur-84 -5 -176 -253 -163 -239
Hagnaður803 424 1.243 1.384 909 882
Eignir samtals 77.919 69.450 67.530 63.939 57.010 60.946
Eigið fé49.876 45.894 42.732 38.961 36.077 35.661
Skuldir28.043 23.556 24.798 24.978 20.933 25.285
Handbært fé frá rekstri1.020 1.423 1.790 1.559 1.627 1.744
Greidd vaxtagjöld369 346 366 301 317 315
EBITDA2.453 2.256 2.715 2.659 1.975 2.500
Vaxtaþekja6,65 6,52 7,42 8,83 6,23 7,94
Eiginfjárhlutfall64,0% 66,1% 63,3% 60,9% 63,3% 58,5%
EBITDA/Velta29,9% 27,6% 32,5% 31,8% 27,5% 33,8%

 

Árshlutareikningur RARIK fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2021 var samþykktur á fundi stjórnar þann 31. ágúst 2021.

 

Nánari upplýsingar veitir Tryggvi Þór Haraldsson, forstjóri RARIK í síma 528 9000.

Árshlutareikningur samstæðunnar 30. júní 2021

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik