Í dag, 22. janúar 2025, hefst útboðstímabil hjá Rarik en þá óskum við eftir tilboðum í verklegar framkvæmdir sem og efniskaup fyrir hin ýmsu verkefni okkar víðsvegar um landið. Öll útboð verða aðgengileg á útboðsvef okkar en jafnframt verða þau auglýst á utbodsvefur.is.
Í ár verður um að ræða fjölmörg útboð, og því hvetjum við öll sem áhuga hafa að fylgjast reglulega með. Athugið að útboðin birtast ekki öll samtímis. Það fyrsta verður aðgengilegt í dag en síðan munu þau verða birt reglulega næstu vikurnar.
Við vekjum sérstaka athygli á að útboðin ná bæði til efniskaupa og vinnu við verkframkvæmdir sem unnar verða af verktökum.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14