ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Nýjar gjaldskrár taka gildi

Gjaldskrár okkar eru endurskoðaðar reglulega og uppfærðar með tilliti til verðbólgu, kostnaðar við rekstur og almenns verðlags og launaþróunar í landinu. Þann 1. maí 2025 gerðum við breytingar á gjaldskrám okkar og breyttum framsetningu þeirra.

Neðangreindar breytingar á gjaldskrám Rarik tóku gildi 1. maí.   

Gjaldskrá vegna dreifingar og flutnings raforku

  • Gjaldaliðir Rarik fyrir dreifingu í þéttbýli hækka um 6%, en gjaldaliðir okkar vegna dreifingar í dreifbýli hækka um 5%. Gjaldaliðir Landsnets taka ekki breytingum. Áhrif hækkunarinnar á meðalheimili í reikningum frá Rarik eru um 4% bæði í þéttbýli og dreifbýli (án tillits til dreifbýlisframlags). Sé tekið tillit til dreifbýlisframlags eru áhrif hækkunar í dreifbýli 5,3%.
  • Fastagjald verður hér eftir sett fram sem daggjald, í stað árgjalds, til einföldunar fyrir viðskiptavini, en þessi framsetning er í samræmi við reikninga Rarik.
  • Gjaldaliðir vegna þjónustugjalda hafa verið teknir út og settir í sérstaka gjaldskrá.

 

 

Gjaldskrá fyrir þjónustu

Rarik hefur gefið út nýja gjaldskrá fyrir þjónustu. 

  • Greiðslugjöld: Seðilgjald fyrir bréfpóst hækkar um 11% og verður 372 kr.m.VSK. Greiðslugjald fyrir kröfur í netbanka er nýtt gjald, 289 kr. með VSK en boðgreiðslur (skuldfærsla á kreditkort) verða áfram án endurgjalds.  
  • Aðrir gjaldaliðir hækka um 4%. 

 

 

Gjaldskrá fyrir innmötun raforku

  • Allir gjaldaliðir vegna innmötunar raforku hækka um 10% en þeir hafa staðið í stað frá 1. apríl 2022. 

 

 

Gjaldskrá fyrir sölu á heitu vatni – Breytt framsetning

  • Fastagjald verður hér eftir daggjald (kr./dag) í stað árgjalds (kr./ári).  
  • Engar hækkanir verða á verði fyrir sölu á heitu vatni en gjöld vegna þjónustu breytast í samræmi við aðra gjaldaliði í Gjaldskrá þjónustu sem lýst var hér að ofan. 

 

 

Af hverju hækka gjaldskrár okkar?

Ákvarðanir um hækkanir á gjaldskrám eru aldrei teknar án vandlegrar íhugunar. Við sjáum fram á það að fjárfesta töluvert umfram afskriftir á komandi árum, m.a. vegna orkuskipta. Þessar fjárfestingar eru framþungar sem þýðir að tekjur koma ekki strax á móti þeim. Það sem þrýstir einnig á um gjaldskrárhækkanir nú er m.a. hækkandi verð á aðföngum, sem dæmi má nefna að kostnaður okkar vegna dreifitapa hefur tvöfaldast frá því að nýr samningur var gerður síðastliðið haust.

 

Við berum hag viðskiptavina okkar fyrir brjósti og höfum þrýst á stjórnvöld að hækka jöfnunargjald og þar með dreifbýlisframlag sem kemur til lækkunar á dreifbýlisgjaldskrá. Ástæða þess að Rarik er með dreifbýlisgjaldskrá er einmitt sú að hægt sé að meta muninn á kostnaði dreifbýlis og þéttbýlis, svo hægt sé að jafna hann. Ef aðeins væri um eina gjaldskrá að ræða væri gjald fyrir dreifingu rafmagns í þéttbýli umtalsvert hærra og erfitt að meta muninn á þéttbýli og dreifbýli. Stjórnvöld hafa brugðist jákvætt við þessu og fyrirhugað er nú að hækka jöfnunargjald og þar með dreifbýlisframlag.

 

Einnig höfum við talað fyrir því að stjórnvöld komi betur að fjármögnun einstakra dýrra verkefna, samanber orkuskipti við Dettifoss og við Grímsstaði, svo kostnaður við þau lendi ekki eingöngu á viðskiptavinum á dreifisvæði Rarik. Við teljum jákvæð teikn á lofti hvað þetta varðar ef marka má ræðu Jóhanns Páls Jóhannssonar, umhverfis- orku og loftslagsráðherra, þar sem hann sagði það ekki koma til greina að orkuskiptin bitnuðu á tekjulægri hópum eða íbúum í dreifbýli umfram aðra. Jafnframt sagði hann áherslur ríkisstjórnarinnar í umhverfis- og loftslagsmálum vera að styðja við byggðaþróun og atvinnuuppbyggingu um allt land. Jöfnun kostnaðar við orkuskiptin er mikið jafnréttismál í okkar huga þar sem orkuskiptin þjóna öllum íbúum landsins sem og þeim ferðamönnum sem hingað koma. 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik