ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Reikningar útskýrðir

Á mínum síðum býður RARIK viðskiptavinum sínum upp á tvenns konar útfærslu á reikningsútliti, samandregið og sundurliðað. Ef viðskiptavinur óskar eftir prentuðu eintaki reiknings þá fær hann sundurliðaðan reikning. Reikningurinn kann að virka flókinn við fyrstu sýn enda er hann sundurliðaður eftir tilsettum reglum.

Dæmi um reikning

Skoðum sýnishorn af reikningi

Þegar reikningur er rýndur er gott að hafa til hliðsjónar verðskrá RARIK fyrir flutning og dreifingu raforku en þar eru jafnframt skýringar á töxtum.

Í verðskránni kemur meðal annars fram að dreifbýlisframlag og jöfnunargjald er greitt úr ríkissjóði. Orkustofnun hefur umsjón með niðurgreiðslum. Breytingar á niðurgreiðslum og nánari upplýsingar um þær eru birtar á vef Orkustofnunar, www.os.is.

 


 • Efsti hluti greiðsluseðils greinir frá heiti viðskiptamanns, gjalddaga kröfu og kröfuupphæð. Þá kemur fram kennitala viðskiptamanns og útgáfudagur reiknings.
 • Krafan er send í kröfupott og er aðgengi til greiðslu í öllum bönkum. Einkenni kröfunnar er tilgreint með greiðsluupplýsingum.
 • Viðskiptanúmer er einkvæmt númer viðskiptamanns í kerfum RARIK.
 • Notkunarstaður er staðurinn þar sem raforkunotkun er mæld. Nafnið á sér stoð í reglugerð og er skilgreindur þar sem: „Sá staður þar sem dreifiveita afhendir raforku til almenns notanda". Notkunarstaður getur haft fleiri en einn mæli. Notkunarstaður er auðkenndur með einkvæmu númeri í kerfum RARIK og ber heiti auk póstnúmers.
Útskýring 2 - mynd

Veitunúmer, mælistaður, taxti, notkun og kostnaður
 • Veitan (rýmið sem notar rafmagnið) er auðkennd með einkvæmu númeri í kerfum RARIK.
 • Að auki er númer sem kallað er Kennitala mælistaðar og á sér bakland í reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1050/2004. Þetta númer er einkvæmt á landsvísu. Fyrri hlutinn (hér 101 er kallað netsvæði og er RARIK skráð fyrir netsvæði 101). Átta stafa númerið sem fylgir er kennitalan sjálf og er skilgreind sem svo í reglugerð: „Hlaupandi talnakóði fyrir hvern mælistað (mæliverk) í raforkukerfinu“
 • Mælisnúmer er tilgreint sem og notkunarflokkur, en notkunarflokkur hefur gildi við söfnun upplýsinga, en eins og segir á vef Orkustofnunar: „...teknar saman upplýsingar um til hvers raforkan er notuð hjá hinum endanlega notanda eða skiptingu raforkunnar í svokallaða notkunarflokka
 • Taxti á sér tilvísun í verðskrá RARIK. VO130 segir að um sé að ræða dreifitaxta í dreifbýli. Bókstafurinn ‚C‘ í lok einkenni taxtans merkir, eins og fram kemur í verðskrá: „C þýðir að taxtinn er fyrir sammælingu á almennri notkun og rafhitun. 15% notkunar bera almennan VSK 24% og 85% notkunar bera VSK fyrir rafhitun 11% og að á taxtanum er niðurgreiðsla á rafhitun.“ Taxtinn ber skýringartexta í verðskrá: „Eingjaldstaxti, allt að 80A“ en á reikningi nokkuð nákvæmari: „Orkudr.dreifbýli 35-80A einm.ngr.“
 • Áætluð ársnotkun: Talan sem hér er birt er útreiknuð af orkureikningakerfinu. Útreikningur tekur mið af notkun á síðast liðnum 12 mánuðum eða lengra tímabili. Þessi tala breytist í hvert sinn sem nýr álestur berst og skoðast þá sem áætluð notkun frá nýjum álestri til næstu 12 mánaða.
 • Árskostnaður: Hér er birtur áætlaður 12 mánaða kostnaður viðskiptavinar frá síðasta álestri miðað við nýjustu gjaldskrá.
 • Mánaðarkostnaður: Árskostnaður deilt yfir 12 mánuði

 • Á þessum hluta reikningsins er verðskrá RARIK lögð til grundvallar og þar sem þessi taxti er miðaður við sammælingu rafhita og almennrar notkunar í hlutfallinu 85% rafhitun sem ber 11% VSK og 15% almennrar notkunar sem ber 24% VSK, þá eru gjaldaliðir brotnir niður eftir VSK hlutfallinu fyrir hvern gjaldskrárlið. Fastagjaldið ber þó alltaf 24% VSK á þessum taxta og niðurgreiðslur sem varða aðeins rafhitann ber 11% VSK.

  Áætluð notkun tímabilsins 01.09.2016 – 01.10.2016 eins og fram kemur er 473 kWh (almenn notkun) + 2.683 kWh (rafhitanotkun) = 3.156 kWh.
Lýsing - mynd

Reikningur VSK - mynd
 • Neðst á reikningum koma samtölur, með og án VSK og að auki samtölur í hvorum VSK flokki fyrir sig.
 • Neðanmálstexti vitnar í reglugerð og að auki er tiltekið að 1,58 kr/kWh án VSK vegna flutnings raforku um mannvirki Landsnets sé innifalið í verðskrá RARIK.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik