ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Breytingar á gjaldskrám okkar 1. maí 2024

Breytingar á gjaldskrám okkar fyrir tengigjöld rafmagns, dreifingu og flutning raforku og fyrir sölu á heitu vatni voru samþykkar á fundi stjórnar þann 22. mars sl.

Í ljósi verðlagsþróunar og stöðu tekjumarka hefur stjórn Rarik ohf. tekið ákvörðun um að hækka taxta í Gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning raforku og í Gjaldskrá fyrir tengigjöld rafmagns. Hækkunin tekur gildi þann 1. maí 2024. Taxtar fyrir dreifingu rafmagns, bæði í dreifbýli og þéttbýli, þjónustugjöld og tengigjöld hækka öll um 3,0%. Athygli er vakin á því að aðeins er um að ræða hækkun á taxta fyrir dreifingu rafmagns en ekki flutningi, sem er í höndum Landsnets, og því verður hækkun á heildarrafmagnsreikningi viðskiptavina okkar í flestum tilvikum lægri en 3,0%.

 

Stjórn Rarik ákvað einnig að hækka Gjaldskrá fyrir sölu á heitu vatni. Um er að ræða 3,0% hækkun á töxtum tengigjalda og töxtum fyrir hitaveitur Rarik. Fastgjald í hitaveitu á Höfn og Siglufirði hækkar í samræmi við hækkun en orkugjald helst óbreytt. Ákveðið var að hækka ekki taxta á Seyðisfirði þar sem taxti þar var hækkaður nýlega.

 

Hækkunum á gjaldskrá er ætlað að fylgja vísitölubreytingum en jafnframt að vera hóflegar vegna verðbólgu. Hlutverk okkar er að afla og dreifa raforku með hagkvæmum hætti til almennings og atvinnulífs auk þess að reka hita- og fjarvarmaveitur. Eitt af meginmarkmiðum okkar er að skapa trausta undirstöðu orkuskipta á Íslandi.

Gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning raforku 37.A
Gjaldskrá fyrir tengigjöld rafmagns 01.05.2024
Gjaldskrá fyrir sölu á heitu vatni 01.05.2024

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

Rarik ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

Þjónustuver

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14

Bilanavakt allan sólarhringinn

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik