Fellivalmynd
Rarik
Leit
Leit

Breytingar á verðskrám 1. ágúst 2020

Eftirfarandi breytingar verða á verðskrám RARIK 1. ágúst 2020.

Verðskrá RARIK fyrir flutnings- og dreifikostnað raforku:

 

Til að mæta aukinni raforkuþörf fyrir aflfreka notendur með lítinn nýtingartíma hefur RARIK ákveðið að bæta við afltaxta í þéttbýli og dreifbýli sem brúar billið á milli núverandi orkutaxta og afltaxta. RARIK hefur í því skyni bætt við afltaxta VA510 í þéttbýli og VA530 í dreifbýli í nýja verðskrá sína, Verðskrá fyrir dreifingu og flutning raforku.

 

Einnig verða breytingar á verðskrá RARIK í samræmi við breytingar á dreifbýlisframlagi ríkisins sem Orkustofnun tilkynnti RARIK nýlega. Breytingar á dreifbýlisframlaginu, sem fer úr 1,98 kr/kWst í 2,08 kr/kWst, taka gildi tekur frá og með 1. ágúst næstkomandi. Umrædd breyting hefur í för með sér lækkun á dreifikostnaði til almennra notenda sem hækkun dreifbýlisframlagsins nemur. Frá sama tíma munu niðurgreiðslur á húshitun lækka sem nemur sömu upphæð.

 

Verðskrá fyrir innmötun raforku:

 

Verðskrá RARIK fyrir innmötun raforku mun hækkun um 2,5% frá og með 1. ágúst 2020 til samræmis við hækkun verðskrár Landsnets frá sama tíma. Liðir í B-hluta verðskrárinnar breytast ekki.

Verðskrá fyrir flutning og dreifingu raforku (nr. 27)
Verðskrá fyrir innmötun raforku nr. 37

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturl.: 528 9390
Bilanir Norðurl.: 528 9690
Bilanir Austurl.: 528 9790
Bilanir Suðurl.: 528 9890
Rarik