Í dag eru 45 virkjanir af ýmsum stærðum og gerðum tengdar dreifikerfi okkar en uppsett afl þeirra nemur í heild um 76 MW. Á virkjanakortinu okkar getur þú séð nánari upplýsingar um þessar virkjanir, en um er að ræða vatnsaflsvirkjanir, jarðvarmavirkjanir, sólarorku og vindmyllur. Til viðbótar við þær virkjanir sem sjá má á kortinu er fjöldi örvirkjana sem tengjast kerfi Rarik, sem framleiða orku eingöngu til eigin nota, en selja hana ekki til þriðja aðila.
Virkjunum sem eru 12kW-10MW er heimilt að tengjast raforkukerfi landsins um kerfi dreifiveitu eins og Rarik. Í dag eru 45 virkjanir af ýmsum stærðum og gerðum tengdar dreifikerfi okkar. Uppsett afl þeirra nemur í heild um 76 MW.
Áður en framkvæmdir við virkjanir hefjast þarf nýr virkjunaraðili að hafa samband við Rarik og kanna hvort mögulegt er að tengja virkjun af fyrirhugaðri stærð við dreifikerfið á viðkomandi stað. Hugsanlega þarf að ráðast í styrkingu kerfisins svo það sé hægt og getur það haft áhrif á tengikostnað. Í kjölfarið er gerður tengisamningur milli virkjunar og Rarik um tenginguna. Eftir það er unnt að hefjast handa við lokaundirbúning verkefnisins. Þegar hönnun er lokið er hægt að gera samrekstrarsamning virkjunar og Rarik og hefja framkvæmdir.
Virkjanir sem tengdar eru dreifikerfinu greiða fast árlegt gjald fyrir tenginguna skv. gjaldskrá Rarik fyrir innmötun raforku, sem háð er stærð.
Vegna hagræðis sem virkjunin skapar dreifiveitunni með lækkun flutningsgjalda fá virkjanir undir 300 kW síðan árlega greiðslur sem nema lækkun úttektar Rarik á afhendingarstað Landsnets. Þessar greiðslur fara hlutfallslega lækkandi með stærð (sjá gjaldskrá hér fyrir neðan). Þá þarf virkjunaraðili einnig að greiða tengigjald í upphafi, en það er háð m.a. tilkostnaði vegna tengingarinnar.
Ferlið við tengingu nýrrar virkjunar inn á dreifikerfi Rarik má skipta í sex skref. Hér fyrir neðan eru skrefin útskýrð í stuttu máli, auk þess er að finna svör við algengum spurningum.
Virkjunaraðili sendir inn fyrirspurn til Rarik
Samrekstrarsamningur er skuldbindandi af hálfu beggja aðila og er gerður þegar virkjunaraðili hefur fengið virkjunarleyfi.
Áður en samrekstrarsamningur er undirritaður skilar virkjunaraðili inn til Rarik ýmsum gögnum til nákvæmari greiningar til að gera endanlegt tilboð um tengigjald. Þar sem Rarik þarf að stofna til kostnaðar vegna verkefnisins er sett upp greiðsluáætlun vegna tengigjalds.
Tímaáætlun virkjunaraðila er háð samþykki Rarik, þar sem samræma þarf framkvæmdir beggja aðila.
Meðal þeirra gagna sem þarf að skila eru:
Ef þú hefur frekari spurningar, ekki hika við að senda okkur fyrirspurn á rarik@rarik.is
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14