Hér höfum við tekið saman algengar spurningar og svör sem varða rafmagnsreikninginn og gjaldskrá fyrir dreifingu og flutning raforku.
Markmiðið er að veita skýrar og gagnlegar upplýsingar svo viðskiptavinir okkar geti auðveldlega áttað sig á því hvernig rafmagnsreikningurinn er uppbyggður, hvaða gjöld liggja að baki honum og af hverju þau geta verið mismunandi.
Þú finnur hér svör við spurningum um allt frá grunnuppbyggingu rafmagnsreikningsins, muninn á gjaldskrá fyrir dreifbýli og þéttbýli og niðurgreiðslur vegna húshitunar, til sértækra mála sem varða fyrirtæki, eins og afltaxta, aflgjöld og skerðanlega orkudreifingu.
Ef þú finnur ekki svarið sem þú leitar að getur þú haft samband við þjónustuver Rarik – við erum ávallt tilbúin að aðstoða.
Rafmagnsreikningur til heimila skiptist í þrjá hluta:
Gjaldskrá rafmagnsdreifingar hjá Rarik er ólík í dreifbýli og þéttbýli vegna mismunandi kostnaðar við dreifingu rafmagns á þessum svæðum. Á móti kemur dreifbýlisframlag frá ríkinu sem er ætlað að draga úr muni á kostnaði í dreifbýli og þéttbýli. Hér eru helstu ástæður fyrir þessum mun:
Rarik þarf að taka tillit til þessara þátta við verðlagningu á rafmagnsdreifingu til að tryggja að kostnaður sé sanngjarn miðað við aðstæður á hverju svæði.
Ef þú ert með álestrarmæli er líklegasta skýringin er að þú hafir skilað inn álestri nýlega og fengið uppgjörsreikning. Þar er gerð upp notkun frá síðasta álestri. Ef notkun var meiri en áætlað hafði verið, er fyrsti reikningur þar á eftir hærri en vanalega. Í kjölfarið hækka reikningarnir þínir í samræmi við uppfærða áætlun. Ef þú ert með snjallmæli er um raunnotkun að ræða, en þá líklega eitthvað í notkun heimilisins sem útskýrir hærri reikning, til dæmis hleðsla á rafbíl, rafmagnspottur eða rafmagnsgufa.
Rafmagn til heimila og minni fyrirtækja er mælt í kWh (kílóvattstundum) sem mælir hversu mikla orku heimilið notar. Að auki er fast gjald sem greitt er óháð orkunotkun heimilisins.
Flestir eru með einn rafmagnsmæli til húshitunar. Ef þú ert með einn rafmagnsmæli fyrir almenna notkun og húshitun, þá er áætlað að:
Ef viðskiptavinur er með tvo rafmagnsmæla, einn fyrir almenna notkun og annan fyrir húshitun er mikilvægt að passa upp á að allir rafmagnsofnar og tæki sem nýtt eru til húshitunar séu tengd við þann mæli sem mælir húshitun.
Viðskiptavinir sem eiga rétt á niðurgreiðslu vegna húshitunar þurfa að sækja um það sjálfir í gegnum vef Umhverfis- og orkustofnunar.
Amper segir til um stærð heimtaugar, eða það afl sem þitt fyrirtæki hefur aðgang að. Í taxtaheiti er tilgreind aflstærð/varstærð fyrir þriggja fasa mæli. Orkutaxtar eru ekki heimilaðir fyrir heimtaugar sem taka meira afl en 500A.
Já, viðskiptavinir Rarik geta í ákveðnum tilfellum valið á milli þess að vera á afltaxta eða orkutaxta, en þetta fer aðallega eftir því hversu mikið afl þeir þurfa fyrir sinn rekstur.
Venjulega er val á milli afltaxta og orkutaxta háð eðli orkunotkunar. Fyrirtæki með mikla og óreglulega notkun velja oft afltaxta, á meðan heimili og minni fyrirtæki eru yfirleitt á orkutaxta. Afltaxti er skylda ef heimtaug er stærri en 500 Amper.
Aflgjald í gjaldskrá Rarik vísar til gjalds sem er lagt á viðskiptavini á afltöxtum, en þá er greitt sérstaklega fyrir aflnotkun (kW) til viðbótar við raforkunotkun (kWst) og fastagjald. Viðskiptavinir á afltaxta greiða þannig fyrir það afl (kW) sem rafmagnsdreifikerfið þarf að vera tilbúið að veita, óháð raforkunotkun í kWst. Aflið er mælt í kílóvöttum (kW) og er ætlað að endurspegla þann kostnað sem fylgir því að viðhalda raforkudreifikerfinu með nægilegu afli til að mæta hámarksnotkun.
Nánar um aflgjald
Skerðanleg orkudreifing krefst sérsamninga og er afhent með þeim fyrirvara að Rarik og/eða Landsnet geti takmarkað eða skert dreifingu raforku til viðkomandi viðskiptavinar ef álag á kerfið er of mikið eða ef aðstæður gera slíkt nauðsynlegt. Samningar um skerðanlega orkudreifingu eru háðir samþykki Landsnets.
Skerðanleg orkudreifing hentar fyrir notendur sem geta farið í aðra orkugjafa, eiga auðvelt með að hætta orkunotkun með skömmum fyrirvara og/eða þurfa ekki alltaf fulla orkuafhendingu.
Skerðanleg orkudreifing er þannig ódýrari en venjuleg forgangsorka, en fylgir þeirri takmörkun að Rarik og Landsnet hafa rétt á að skerða afhendingu við ákveðnar aðstæður.
Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is
Sími: 528 9000
Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-14