RARIK annast orkudreifingu í flestum sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins, Reykjaness og Vestfjarða. Undantekning frá þessu eru Akranes, Akureyri, Húsavík, Reyðarfirði, Árborg og Vestmannaeyjar. Starfsemin RARIK er því dreifð um landið og bækistöðvarnar margar.
Á nokkrum stöðum er skrifstofuþjónusta með föstum opnunartíma, á öðrum er opnunartími breytilegur og háður aðstæðum hverju sinni og enn aðrar bækistöðvar eru fyrst og fremst aðsetur fyrir vinnuflokka og aðra viðgerðar- og viðhaldsvinnu kerfisins.
Símanúmer RARIK er: 528 9000
Höfuðstöðvar RARIK eru að Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík
Opnunartími: Mán-fim 08:00-16:00 og fös 08:00-15:00.