ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Hvað þarf að vita áður en sótt er um heimlögn?

Þau sem sækja um heimlagnir eru hvött til að gera það tímanlega þar sem afgreiðsluferlið getur tekið nokkrar vikur fyrir venjulegar heimlagnir.

1. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir áður en sótt er um heimtaug

  1. Byggingarleyfi (gildir aðeins ef um nýbyggingu er að ræða).
  2. Einlínumynd af mælatöflu.
  3. Afstöðumynd, grunnmynd og snið sem sýna hvar lagnir koma inn í hús, samþykkt af byggingafulltrúa.
  4. Veitustaður
  5. Löggiltur rafverktaki sem annast verkið.
  6. Leyfi landeiganda (aðeins fyrir dreifbýli).
  7. Fyrir stórar heimtaugar 200A eða stærri:
    1. Afl- og orkuáætlun.
    2. Útlitsmynd og skammhlaupsútreikningur fyrir aðaltöflu fyrir 400A eða stærri.

2. Sótt er um heimtaug

Hægt er að sækja um heimtaug með annað hvort rafrænt með rafrænum skilríkjum eða á pappírsformi:

  1. Sækja um heimtaug með rafrænum hætti
  2. Hlaða niður umsókn á PDF formi

3. RARIK móttekur umsóknina og fer yfir fylgigögn

Ef gögn vantar fer umsóknin í bið. RARIK mun upplýsa umsækjanda um hvaða gögn vantar. Umsókn verður ekki afgreidd fyrr en fullnægjandi gögn hafa borist.


4. RARIK afgreiðir umsóknina

Umsókn samþykkt og afgreidd.


5. Lagning heimtaugar hefst þegar greiðsla hefur borist.

Reikningur er gefinn út og sendur í heimabanka. Lagning heimtaugar hefst ekki fyrr en greiðsla hefur borist.


6. Rafverktaki umsækjanda tengir heimtaug við aðaltöflu hússins.

Rafverktaki umsækjanda gerir klárt til spennusetningar og sendir inn þjónustubeiðni á vef Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar (HMS).


7. Spennusetning heimtaugar

Áður en heimtaug er spennusett, þarf eftirfarandi að vera tilbúið:

  1. HMS þarf að miðla þjónustubeiðni til RARIK.
  2. Viðskiptavinur þarf að vera búinn velja og gera samning við raforkusala.
  3. RARIK fær staðfestingu um samninginn frá raforkusala og getur það tekið nokkra daga.

Starfsmaður RARIK setur upp orkusölumæli og spennusetur. RARIK skaffar orkusölumælinn og hann er eign veitunnar.


Það sem þarf að hafa í huga:

  • Æskilegt er að byggingarstjóri, rafverktaki eða hönnuður sé ykkur innan handar við útfyllingu þessa eyðublaðs
  • Umsækjandi sér um jarðvinnu innan lóðamarka, að leggja ídráttarrör að lóðamörkum og rafverktaki skal sjá um tengingu við neysluveitu skv. Tæknilegum tengiskilmálum raforkudreifingar (TTR).
  • Nauðsynlegt er að tryggja auðvelt aðgengi að mælum hvað varðar aflestur og viðhald. Umsækjandi í dreifbýli skal því setja á sinn kostnað upp mælakassa sem er samþykktur af RARIK. Það sama gildir í þéttbýli þar sem ekki er föst búseta.
  • Mælakassar samþykktir af RARIK:
    Mælakassar samþykktir af RARIK
  • Allir kassar skulu vera með lofttúðu og staðsetning þeirra skal vera í samræmi við  Tæknilega Tengiskilmála Raforkudreifingar (TTR) 2 hluta teikning M3:
    Inntak í sumarbústað skv. TTR

  • Verk skal unnið skv. TTR.
  • Upplýsingar um afmarkanir á milli þéttbýlis og dreifbýlis
  • Raflagnahönnuður eða rafverktaki geta verið ykkur innan handar með ákvörðun á stærð heimtaugar.
  • Í verðskrá fyrir tengigjöld rafmagns (kafli 1 fyrir þéttbýli og kafli 2 fyrir dreifbýli) eru upplýsingar um kostnað við að fá heimtaug.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar