ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Tvöföld tenging í Neskaupstað í stað varaaflvéla

Glöggir íbúar í Neskaupstað hafa undanfarna daga orðið þess áskynja að fyrirhugað er að taka úr þjónustu varaaflstöðina í bænum. Afhendingaröryggi í Neskaupstað var aukið mjög með nýjum jarðstreng í gegnum Norðfjarðargöng árið 2021. Við þá strengvæðingu fékk Neskaupstaður tvær aðskildar tengingar í flutningskerfi Landsnets og tvo aflspenna.

Varaaflstöðin í Neskaupstað var áður mikilvæg fyrir byggðina á meðan einungis ein lína lá þangað frá flutningskerfi Landsnets. Fram til ársins 2021 var einungis ein 66 kV loftlína sem lá yfir Oddskarð. 

Í varaaflstöðinni í Neskaupstað eru fimm vélar sem samtals hafa getað framleitt um 5 MW þegar best lét. Forgangsafl á svæðinu er orðið mun meira en sú tala og ofan á það bætist ótrygg orka. Sem dæmi má nefna að þann 17. janúar 2023 var forgangsorkan 9,6 MW og sú ótryggða 9,2 MW. Þrjár af vélunum eru í nothæfu ástandi.

Sennilega er þekktasta varaaflvélin kölluð „Englishinn“ af starfsfólki RARIK en hún hefur sinnt íbúum Neskaupstaðar ef straumrof verður í yfir 50 ár og vafalaust bera íbúar hlýhug til vélarinnar sem oft hefur bjargað því sem bjargað verður þegar veður hafa verið hvað verst.


Í fjölmiðlum hefur komið fram að fyrirhugað sé að senda hluta af varaaflvélunum til Úkraínu þar sem þeirra er mikil þörf. Það verkefni kemur í kjölfar heimsóknar Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, utanríkisráðherra, til Úkraínu í lok nóvember sl. Úkraínumenn gerðu í kjölfarið lista yfir búnað sem þörf er á til að byggja upp raforkuinnviði í kjölfar árása Rússa á þá. Utanríkisráðuneytið hefur svo unnið með öllum orkufyrirtækjunum á Íslandi að því að safna búnaði til að senda til Úkraínu.

Til stendur að setja hverja vél í gám og á flutningavagn. Kælir og eldsneytisgeymir eru einnig sett upp og þá eru varaaflvélarnar tilbúnar til flutnings. Þær ættu að geta nýst í Úkraínu í nokkur ár eftir því hvernig keyrsla og umhirða verður. Verktakar leggja RARIK lið með að útvega gáma og vagna, vinnu og tæki. Þeir aðilar sem að líklega verða með RARIK í þessu verkefni eru Áhaldaleiga Austurlands, Malbikunarstöð Austurlands og Skútaberg. Íslenska ríkið sér svo um að flytja varaaflstöðvarnar á áfangastað.

 

Þrátt fyrir flutning varaaflvélanna í Neskaupstað til Úkraínu er það mat RARIK og Landsnets að afhendingaröryggið á svæðinu er í fullu samræmi við hönnunarkröfu flutnings- og dreifikerfa.

Neskaupstaður
Neskaupstaður (ljósmynd: Hlynur Sveinsson).

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar