ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Staða mála vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði

Hér eru birtar fréttir af stöðu dreifikerfisins eftir því sem tilefni verða til vegna rafmagnsleysis á Reyðarfirði 29. desember 2022. Auk þess upplýsum við um stöðu mála á tilkynningasíðu og á kortasjá.


Rafmagnsleysi á Reyðarfirði 29.12.2022 – Staðan kl. 12:40

Um klukkan 7:40 varð bilun í spenni á Stuðlum við Reyðarfjörð. Allur Reyðarfjörður og sveitin í kring urðu við það rafmagnslaus. Hægt var að koma rafmagni á hluta sveitarinnar aftur en aðrir eru enn rafmagnslausir.  Verið er að bilanagreina og undirbúa aðgerðir en bilunin virðist vera alvarleg. Vonast er til að hægt verði að koma rafmagni á aftur í gegnum spenni Landsnets en í versta falli getur þetta ástand varað fram á kvöld og nótt. Verið er að flytja varavélar á staðinn frá Seyðisfirði með aðstoð Vegagerðarinnar. Þá eru tvær varaaflsvélar á leið frá Akureyri og einnig er verið að flytja varaspenni þaðan. Einnig er verið að undirbúa flutning varaaflsvélar Landsnets sem staðsett er á Dalvík. RARIK mun upplýsa reglulega um gang mála.

Staðan kl. 14:15

Búið er að prófa spennusetningu á aflspenninum á Stuðlum og rafmagn er að verða komið á alls staðar aftur. Við erum í viðbragðsstöðu ef spennirinn skyldi leysa út aftur. Einnig höldum við áfram að undirbúa varatengingar og varaafl ef bilun lætur aftur á sér kræla í spenninum.


Staðan kl. 15:45

Klukkan 13:45 voru allir almennir viðskiptavinir komnir með rafmagn á Reyðarfirði og nágrenni. Það er ekki alveg ljóst hvers vegna spennirinn leysti út og það mál þarf að skoða betur. Vísbendingar eru um að bilunin sé enn til staðar. Það gæti þurft að fara í frekari aðgerðir til að kanna það nánar. Því getur fylgt tímabundið rafmagnsleysi. Allt skipulagt rafmagnsleysi verður tilkynnt til viðskiptavina sem fyrir því verða. Það er verið að flytja varaafl og varaspenni á svæðið sem verður til taks þar til reksturinn er kominn í eðlilegt ástand aftur. Einnig verður undirbúinn sá möguleiki að geta tengst við spenni Landsnets með stuttum fyrirvara ef á þarf að halda. RARIK biðst velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta hefur valdið íbúum á svæðinu og þakkar góða samvinnu við þá sem hafa aðstoðað okkur í þessu máli, þar á meðal Landsneti og Vegagerðinni.


Staðan 30.12.2022 kl. 11:40

RARIK hefur haft ráðrúm til leggja betra mat á stöðuna á Reyðarfirði og er talið að ekki sé um alvarlega bilun í spenninum að Stuðlum að ræða. Litlar líkur eru taldar á að bilunin endurtaki sig en starfsfólk RARIK mun fylgjast vel með spenninum og gerðar verða reglulegar mælingar á ástandi hans. Spennirinn verður svo yfirfarinn á nýju ári. 

 

Þrjár varaaflvélar RARIK eru komnar til Reyðarfjarðar og verða látnar standa þar fram yfir áramótin. Varaspennir verður líka hafður til taks fram yfir áramótin. Hann kom í gærkvöldi en vegna ófærðar til Reyðarfjarðar þá er hann á Egilsstöðum. Varatenging við spenni Landsnets á Stuðlum er einnig tilbúin til notkunar þannig að starfsfólk RARIK ætti að geta brugðist hratt við ef að bilun kemur upp aftur.


Upplýsingar um stöðu mála má einnig finna á vef fyrirtækisins á tilkynningasíðu (www.rarik.is/tilkynningar) og í kortasjá (www.rarik.is/rof). Ef tilkynna þarf bilanir hafið þá samband í bilanasíma RARIK 528 9000.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar