ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Árleg stjórnarferð RARIK, nú um Vesturland

Stjórn RARIK heimsækir árlega einn landshluta á dreifiveitusvæði RARIK til að hitta sveitarstjórnir og heimsækja starfsstöðvar fyrirtækisins. Þá gefst tækifæri til að kynna starfsemi RARIK gagnvart sveitarfélögunum, heyra hvað á þeim brennur varðandi raforkumál, auk þess að svara spurningum og ræða verkefni fyrirtækisins og stöðu dreifikerfisins. Að þessu sinni var Vesturland sótt heim dagana 23. og 24. ágúst 2023.

Fyrsta dag stjórnarferðar var Rjúkandavirkjun sem er í eigu Orkusölunnar, dótturfélags RARIK skoðuð. Framkvæmdastjóri Orkusölunnar tók á móti hópnum og sagði frá virkjuninni. Síðan var starfsstöð RARIK í Snæfellsbæ heimsótt og rætt við starfsfólk, en í Ólafsvík starfa 3 starfsmenn í vinnuflokki. Á hádegi var síðan haldið á fund á veitingastaðnum REKS með sveitarstjórnum Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar. Þar voru rædd ýmis mál m.a. um afhendingaröryggi raforku á Snæfellsnesi og staðsetningu varaaflsvéla, orkuskipti og orkuverð á köldum svæðum og mönnun starfsstöðva. 

 

Því næst var haldið til Stykkishólms og starfsstöðin heimsótt, en í Stykkishólmi starfa 12 starfsmenn á ýmsum deildum. Að lokinni heimsókn og viðræðum við starfmenn í Stykkishólmi var haldið á Fransiskus hótelið og fundað með sveitarstjórnum í Stykkishólmi og í Eyja- og Miklaholtshreppi. Þar var m.a. rætt um nauðsynlega styrkingu flutningskerfisins á Snæfellsnes og stöðu varaafls, orkuskipti og hleðslustöðvar, endurnýjun dreifikerfisins, orkuframboð, orkusparnað og afhendingaröryggi raforku. 


Á stjórnarfundi sem haldinn var á Hótel Varmalandi í Borgarfirði á öðrum degi var m.a. afgreiddur árshlutareikningur RARIK, en að því loknu var farið í skoðunarferð í garðyrkjustöðina Laugaland á Varmalandi, sem er stór raforkunotandi og góður viðskiptavinur RARIK, þar sem Þórhallur Bjarnarson garðyrkjubóndi sagði frá fyrirtækinu, framleiðslu þess og þróun í mjög fróðlegri og skemmtilegri heimsókn.

 

Þá var haldið í Búðardal í blíðskapar veðri og fundað með sveitarstjórn Dalabyggðar í Vínlandssetrinu í Leifsbúð. Þar var m.a. rætt um afhendingaröryggi, varaafl og styrkingu frá flutningskerfinu, orkuskipti og hleðslustöðvar, tengingu vindmylla og þjónustu við viðskiptavini vegna heimtauga. Þá var staða hitaveitunnar rædd. Að loknum fundi var starfsstöðin í Búðardal heimsótt. Þar starfa 3 starfsmenn, en í Búðardal rekur RARIK hitaveitu, auk þess að reka rafveitu. Eftir að hafa þegið ljúffengar veitingar og skoðað starfsstöðina í veðurblíðunni var farið í Reykjadal þar sem borholur hitaveitunnar eru staðsettar. 

 

Að lokinni skoðunarferð í Reykjadal var haldið í Borgarnes og starfsstöðin þar heimsótt, en í Borgarnesi starfa 9 starfsmenn. Rætt var við starfsmenn og aðstaða, búnaður og tæki vinnuflokksins voru skoðuð í mikilli veðurblíðu. Að lokinni heimsókn var haldið á hótel B59 og fundað með sveitarstjórnum Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps. Á fundinum var m.a. rætt um endurnýjun dreifikerfisins og framtíðaráætlanir RARIK, m.a. á Mýrum og í sumarhúsahverfum. Þá var rætt um orkuskipti og tengingu hleðslustöðva, skipulagsmál sveitarfélaga og nýja orkuframleiðslu með vindmyllum og sólarsellum, orkusóun o.fl. 

 

Að venju var heimsókn stjórnar RARIK vel tekið af sveitarstjórnum, starfsmönnum og öðrum sem við hana ræddu og að mati fyrirtækisins er þessir fundir mikilvægir og stefnt að því að halda þessari hefð áfram. 

Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins heimsækja Rjúkandavirkjun í eigu Orkusölunnar
Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins heimsækja Rjúkandavirkjun í eigu Orkusölunnar.
Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins á fundi með sveitarstjórnum Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar í Ólafsvík
Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins á fundi með sveitarstjórnum Snæfellsbæjar og Grundarfjarðar í Ólafsvík.
Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins á fundi með sveitarstjórnum í Stykkishólmi og í Eyja- og Miklaholtshreppi
Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins á fundi með sveitarstjórnum í Stykkishólmi og í Eyja- og Miklaholtshreppi.
Farið í skoðunarferð í garðyrkjustöðina Laugaland á Varmalandi þar sem Þórhallur Bjarnarson garðyrkjubóndi sagði frá fyrirtækinu
Farið í skoðunarferð í garðyrkjustöðina Laugaland á Varmalandi þar sem Þórhallur Bjarnarson garðyrkjubóndi sagði frá fyrirtækinu.
Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins á fundi með sveitarstjórn Dalabyggðar í Búðardal
Stjórn RARIK ásamt framkvæmdastjórn félagsins á fundi með sveitarstjórn Dalabyggðar í Búðardal.
Stjórn RARIK heimsótti starfsstöð fyrirtækisins í Borgarnesi í ágúst 2023
Stjórn RARIK heimsótti starfsstöð fyrirtækisins í Borgarnesi áður en haldið var til fundar við sveitarstjórnir Borgarbyggðar, Hvalfjarðarsveitar og Skorradalshrepps.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar