ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Hvað þarf að vita áður en sótt er um heimæð?

Þau sem sækja um heimlagnir eru hvött til að gera það tímanlega þar sem afgreiðsluferlið getur tekið nokkrar vikur fyrir venjulegar heimlagnir.

1. Upplýsingar sem þurfa að liggja fyrir áður en sótt er um heimæð:

  1. Byggingarleyfi (gildir aðeins ef um nýbyggingu er að ræða).
  2. Afstöðumynd, grunnmynd og snið sem sýna hvar lagnir koma inn í hús, samþykkt af byggingafulltrúa.
  3. Stærð heimæðar (mm) og/eða áætluð vatnsþörf (l/s). Sjá reiknivél okkar sem gefur hugmynd um áætlaða vatnsþörf.
  4. Fjöldi fyrirhugaðra sölumæla.
  5. Veitustaður
  6. Löggiltur pípulagningameistari sem annast verkið.
  7. Leyfi landeiganda (aðeins fyrir dreifbýli).
  8. Merkið við reitinn Vatnsfrekur iðnaður ef það á við og fyllið út áætlaða vatnsþörf (l/s). Gagnlegt er að tilgreina tegund iðnaðar í athugasemdum.

2. Sótt er um heimæð

Hægt er að sækja um heimæð með annað hvort rafrænt með rafrænum skilríkjum eða á pappírsformi:

  1. Sækja um heimtæð með rafrænum hætti
  2. Hlaða niður umsókn á PDF formi

3. RARIK móttekur umsóknina og fer yfir fylgigögn

Ef gögn vantar fer umsóknin í bið. RARIK mun upplýsa umsækjanda um hvaða gögn vantar. Umsókn verður ekki afgreidd fyrr en fullnægjandi gögn hafa borist.


4. RARIK afgreiðir umsóknina

Umsókn samþykkt og afgreidd.


5. Lagning heimæðar hefst þegar greiðsla hefur borist.

Reikningur er gefinn út og sendur í heimabanka. Lagning heimæðar hefst ekki fyrr en greiðsla hefur borist.


6. Starfsmenn RARIK tengja heimæðina og setja upp mælagrind.

Starfsmenn RARIK tengja heimæðina við dreifikerfi og setja upp mælagrind í inntaksrými húsnæðis.


7. Pípulagningarmeistrari umsækjanda tengir heimæðina og hleypir á vatni.

Pípulagningarmeistrari umsækjanda tengir heimæðina við húskerfið og hleypir á vatni.


Það sem þarf að hafa í huga:

  • Verk skal unnið skv. tæknilegum tengiskilmálum hitaveitna TTR.
  • Upplýsingar um afmarkanir á milli þéttbýlis og dreifbýlis.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar