ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Heimild til flutnings á farmi undir raflínur

Sækja þarf um heimild til flutnings á farmi undir raflínur ef hlutur sem flytja á hefur meiri flutningshæð en 4,2 m. Umsókn skal berast rafrænt til RARIK a.m.k. 10 virkum dögum fyrir áætlaðan flutning.

Ef flytja á hlut á vegum þar sem raflínur þvera, er mikilvægt að skoða flutningshæð hlutar og hæð þeirra lína sem um ræðir. Háfermisflutningur telst vera sá flutningur sem er hærri en 4,2 m skv. skilgreiningu í vegalögum. Ef flutningshæð farms er svo mikil að ekki telst öruggt að flytja hann undir viðkomandi línu þá þarf að taka rafmagn af línunni og jafnvel að taka hana í sundur. Slíkar aðgerðir valda rafmagnsleysi hjá viðskiptavinum RARIK. Tímasetning á slíkum aðgerðum er ákvörðun RARIK og er leitast við að viðskiptavinir verði fyrir sem stystu rafmagnsleysi.


RARIK metur kostnað vegna aðgerða sem útgáfa heimildarinnar felur í sér út frá þeim forsendum sem fyrir liggja og gerir umsækjanda tilboð í ljósi þeirra. Umsækjandi þarf að staðfesta það tilboð áður en verk getur hafist. Kostnaður verður innheimtur samkvæmt fyrirliggjandi tilboði nema að forsendur verks breytist af hálfu viðskiptavinar. Í slíkum tilfellum áskilur RARIK sér rétt til að krefjast greiðslu vegna viðbótarkostnaðar.


Athugið að einnig getur verið nauðsynlegt að hafa samband við Landsnet vegna raflína í þeirra eigu og er það á ábyrgð þess sem fyrir flutningnum stendur að gera það.

 

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar