ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Truflanir í afhendingu rafmagns og á heitu vatni á Seyðisfirði

Hér að neðan birtast fréttir af stöðu dreifikerfis rafmagns og hitaveitu eftir því sem tilefni verða til vegna náttúruhamfara á Seyðisfirði 18. desember 2020.

Uppfært 22.12.2020 - kl. 19:35

  • Starfsmenn RARIK hafa sinnt verkefnum á Seyðisfirði í dag í samráði við vettvangsstjórn á staðnum. Þeir verða einnig til taks nú þegar farið verður inn í jól og áramót. Við minnum Seyðfirðinga á að vera í sambandi við bilanavakt á Austurlandi í síma 528 9790 eftir þörfum.

Uppfært 21.12.2020 - kl. 18:45

  • Í dag var unnið við að lágmarka hættu á skemmdum í þeim húsum sem ekki hefur verið hægt að halda hita á og settu starfsmenn RARIK m.a. upp hitablásara í flest þau hús sem ekki hafa heitt vatn. Þetta var gert í samráði við eigendur húsanna og Vettvangsstjórn. Eins og áður hefur komið fram þá hefur RARIK gert allt sem hægt er að gera til að koma rafmagni og heitu vatni á og frekari aðgerðir er ekki hægt að fara í fyrr en hreinsunarstarf fer í gang. Því miður hefur komið upp sú staða að ísing hefur safnast á 66 kV línu Landsnets yfir Fjarðarheiði. Til að koma í veg fyrir tjón á línunni þá þarf að hreinsa ísinguna af og verður það gert á morgun. Varaafl verður keyrt, en eitthvað verður um rafmagnsleysis vegna þessa. Tilkynning hefur verið send út til viðskiptavina.

Uppfært 20.12.2020 - kl. 19:40

  • RARIK hefur haldið áfram störfum í dag við að koma rafmagni og heitu vatni á þau hús sem eru íbúðarhæf á Seyðisfirði. Nú eiga allir nema íbúar á Austurvegi 32 til 38B að vera komnir með rafmagn. Til að þeir fái rafmagn þarf að setja upp nýjan götuskáp og erfitt er að koma því við fyrr en búið er að hreinsa svæðið. Hægt hefur verið að hleypa heitu vatni á nokkur hús til viðbótar frá því í gær og er svæðið frá Austurvegi 19 út að Búðará komið með heitt vatn. Því miður er ekki hægt að hleypa heitu vatni á fleiri hús, þ.m.t. á húsin utan við skriðu fyrr en búið er að opna í gegnum skriðuna og eru því um 12 hús ekki með heitt vatn. Loka þarf opnum rörendum og þétta lagnir undir skriðunni.
Starfsmenn RARIK að störfum á Seyðisfirði í dag.
Starfsmenn RARIK að störfum við götuskáp á Seyðisfirði í dag.

Uppfært 19.12.2020 - kl. 19:20

  • RARIK hefur hætt störfum í dag á Seyðisfirði eftir samráð við Almannavarnir. Kyndistöðin verður þó mönnuð í nótt. Vinna mun halda áfram næstu daga en mikið hreinsistarf þarf að eiga sér stað áður en hægt er að komast í áframhaldandi bilanaleit og viðgerðir bæði í rafmagns- og hitaveitukerfinu. Ekki mátti fara inn á hættusvæðið í dag en unnið var að því að koma rafmagni og heitu vatni á alls staðar þar sem hægt var. Staðan nú er sú að rafmagnslaust er við Austurveg 32 til 38B og Hafnargötu 6 til 40 og Heitavatnslaust er í útbænum.
Staða truflana í kerfum RARIK 19.12.2020 kl. 19:00

Á merkta svæðinu var spennistöð RARIK sem gjöreyðilagðist.
Á merkta svæðinu var spennistöð RARIK sem gjöreyðilagðist.

Uppfært 19.12.2020 - kl. 15:45

  • RARIK vinnur að því að fá yfirsýn yfir þær skemmdir sem hafa orðið á bæði rafmagns- og hitaveitubúnaði vegna aurskriðanna á Seyðisfirði. Starfsmenn RARIK fengu að fara til Seyðisfjarðar nú um hádegi og er allur tiltækur mannskapur kominn á staðinn. Ekki má enn fara inn á hættusvæðið. Vitað er um nokkrar skemmdir, t.d. er ein spennistöð ónýt og nokkrir götuskápar. Mikill aur hefur safnast í hitaveitubrunna. Nú er búið að koma rafmagni á allt svæðið utan stóru skriðunnar. Heitavatnslaust er utan við Lónsleiru. Allar aðgerðir þarf að vinna í samvinnu við Almannavarnir og ekki er vitað hvenær truflanaleit og viðgerðum líkur.

Birt fyrst á vef 18.12.2020 - kl. 17:53

  • Miklar náttúruhamfarir eru á Seyðisfirði og í dag kom stór aurskriða sem skemmdi bæði rafmagns- og hitaveitubúnað í kerfi RARIK. Nú er rafmagnslaust frá smábátahöfninni og út að bræðslu. Heitavatnslaust er utan við Lónsleiru. Rafmagni og heitu vatni hefur verið komið á eins og hægt er en frekari aðgerðir þarf að vinna í samvinnu við Almannavarnir. Ekki er því vitað hvenær verður hægt að komast í viðgerðir en RARIK undirbýr sig fyrir það sem framundan er.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

SKIPTIBORÐ

Sími: 528 9000
Fax: 528 9009
Opið:
Mán-fim 8-16 og fös 8-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Bilanir Vesturlandi: 528 9390
Bilanir Norðurlandi.: 528 9690
Bilanir Austurlandi: 528 9790
Bilanir Suðurlandi: 528 9890
Rarik