ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Þátttaka RARIK í „List í ljósi“ á Seyðisfirði

Ljósahátíðin List í ljósi á Seyðisfirði fór fram í sjöunda sinn um nýliðna helgi, dagana 11. og 12. febrúar. Að þessu sinni tóku um 30 listamenn þátt í að lýsa upp vetrarmyrkrið með 27 ljósalistaverkum og þar á meðal nokkrir erlendir listamenn sem áttu erfitt með þátttöku á síðasta ári vegna COVID-19 takmarkana. Sem fyrr var RARIK einn af bakhjörlum hátíðarinnar og lagði að auki sitt af mörkum til að lýsa upp náttmyrkrið og stytta hátíðagestum stundir. 

Í tilefni af 75 ára afmæli fyrirtækisins í ár var útbúið stutt vídeóverk sem varpað var á spennistöðvarhús RARIK í bænum. Verkið nefnist Úr lofti í jörð og var unnið af Sahara fyrir RARIK. Það veitir áhorfendum innsýn í strengvæðingu dreifikerfis RARIK sem hefur verið eitt allra stærsta verkefni fyrirtækisins síðustu þrjátíu ár. Nú hafa 72% dreifikerfisins verið færð úr loftlínum í jarðstrengi sem hefur aukið rektraröryggi kerfisins til muna um leið og það hefur dregið úr óæskilegum sjónrænum áhrifum.

Vídeóverkið „Úr lofti í jörð“
Frá vídeóverki RARIK sem varpað var á spennistöðvarhús RARIK í bænum.
List í ljósi á Seyðisfirði
List í ljósi á Seyðisfirði.
List í ljósi á Seyðisfirði.
List í ljósi á Seyðisfirði.
List í ljósi á Seyðisfirði
List í ljósi á Seyðisfirði.
List í ljósi á Seyðisfirði
List í ljósi á Seyðisfirði.
List í ljósi á Seyðisfirði
List í ljósi á Seyðisfirði.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar