ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Stjórnarferð RARIK um Austurland

Stjórn RARIK heimsækir a.m.k. einn landshluta á dreifiveitusvæði RARIK árlega til að ræða við sveitarstjórnir og heimsækja starfsstöðvar fyrirtækisins. Þetta er mikilvægur þáttur í að kynna starfsemi RARIK gagnvart sveitarfélögunum, heyra hvað á þeim brennur, svara spurningum og koma á góðum skoðanaskiptum um stöðu dreifikerfisins. Að þessu sinni var Austurland sótt heim dagana 29. og 30. ágúst sl.

Fyrri dag stjórnarferðar var starfsstöð RARIK á Egilsstöðum heimsótt og rætt við starfsmenn. Næst heimsótti stjórnin Lagarfossvirkjun sem er í eigu Orkusölunnar, dótturfélags RARIK, og fékk m.a. kynningu á endurnýjunarframkvæmdum sem eru þar hafnar og áformum um vindrafstöðvar á lóð virkjunarinnar. Á hádegi var fundað á Hótel Héraði með sveitarstjórnum á Borgarfirði, Djúpavogi, Fljótsdalshéraði, Fljótsdalshreppi, Seyðisfirði og Vopnafirði. Þar voru rædd ýmis mál m.a. voru útskýrðar ástæður verðmunar raforku í dreifbýli og þéttbýli, rætt um endurnýjun dreifikerfisins, þrífösun í sveitum og fjallað um lagningu jarðstrengja með ljósleiðurum. Því næst var haldið til Reyðarfjarðar og fundað með sveitarstjórn Fjarðarbyggðar þar sem rætt var m.a. um þrífösun í sveitum, hringtengingu á flutningskerfinu og framkvæmdir við aðveitustöðvarbyggingu á Eskifirði. Að lokum var haldið til Hafnar í Hornafirði með viðkomu á Breiðdalsvík þar sem framkvæmdir á aðveitustöð voru skoðaðar.


Á stjórnarfundi sem haldinn var seinni daginn var m.a. afgreiddur árshlutareikningur RARIK, en að því loknu var fundað með sveitarstjórn Hornafjarðar á Hótel Höfn. Á fundinum var m.a. rætt um framkvæmdir við nýja hitaveitu fyrir íbúa á svæðinu, fyrirhugaðan íbúafund á Höfn í október, götulýsingu og endurnýjun dreifikerfisins í Lóni. Að fundi loknum fór stjórn í skoðunarferð eftir áformaðri leið hitaveitustofnlagnar sem lögð verður frá jarðhitasvæðinu í Hoffelli til Hafnar, stjórn kynnti sér aðstæður á jarðhitasvæðinu og heimsótti loks fljósið á Flatey á Mýrum.


Að venju var heimsókn stjórnar RARIK vel tekið af sveitarstjórnum, starfsmönnum og öðrum sem við hana ræddu og að mati fyrirtækisins er þessir fundir mikilvægir og stefnt að því að halda þessari hefð áfram.

Starfsstöð RARIK á Egilsstöðum heimsótt
Starfsstöð RARIK á Egilsstöðum heimsótt.
Stjórn í Lagarfossvirkjun
Framkvæmdastjóri Orkusölunnar, Magnús Kristjánsson sagði frá endurnýjunarframkvæmdum í Lagarfossvirkjun.
Í Lagarfossvirkjun
Í Lagarfossvirkjun.
Fundur á Hótel Héraði Egilsstöðum.
Fundur á Hótel Héraði Egilsstöðum.
Fundur á Reyðarfirði
Fundur í safnaðarheimilinu á Reyðarfirði.
Framkvæmdir á aðveitustöð á Breiðdalsvík skoðaðar
Stjórn skoðaði framkvæmdir aðveitustöðvar á Breiðdalsvík.
Starfsstöð RARIK á Egilsstöðum heimsótt
Fundur á Hótel Höfn.
Stjórn í Hoffelli
Hópur stjórnarferðar með Hoffellsjökul í bakgrunni.
Fjósið á Flatey á Mýrum heimsótt
Fjósið á Flatey á Mýrum heimsótt.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar