ao link
Fellivalmynd
Fara á forsíðu vefsvæðis RARIK
Leit
Leit

Sérhannaðar kerrur fyrir bilanaleit jarðstrengja

RARIK vinnur ötullega að því að taka niður loftlínur um allt land og færa þær í jörð. Jarðstrengir eru mun öruggari en loftlínur og mun afhendingaröryggi aukast samhliða jarðstrengjavæðingu RARIK um allt land. Jarðstrengjavæðingin hefur hinsvegar aðrar áskoranir í för með sér þar sem mun erfiðara er að staðsetja bilanir í jarðstreng en í loftlínu. Það gefur ef til vill auga leið að hægt er að sjá fallna loftlínu, meðal annars með því að fljúga dróna meðfram henni. Í jarðstreng er það oft ekki sýnilegt hvar bilunin er.

RARIK hefur því haft að markmiði að bæta tækjabúnað og efla enn frekar getu starfsmanna við leit af bilunum í strengkerfi fyrirtækisins og er það gert meðal annars  með námskeiðahaldi og endurnýjun leitarbúnaðar. Markmiðið er finna bilanir í strengjum sem nú er um 75% af dreifikerfinu á sem öruggastan og fljótlegastan hátt þannig að viðgerð geti hafist sem fyrst og straumleysi verði haldið í algjöru lágmarki.

 

Í þessum tilgangi fékk RARIK Bílaklæðningu ehf. í Kópavogi til að smíða í samræmi við hönnun starfsmanna RARIK kerrur fyrir bilanaleitabúnað og voru þær afhentar í vikunni. Þær verða staðsettar á starfstöðvum RARIK á Suður-, Vestur-, Norður-, og Austurlandi.   

 

Í hverri kerru er búið að koma fyrir öllum nauðsynlegum mælitækjum sem þarf til að finna bilanir í strengkerfinu.  Þessi tækjabúnaður er viðkvæmur og dýr og því skiptir miklu máli að hafa góða aðstöðu fyrir bæði búnaðinn og þá sem vinna við hann.

 

Kerrurnar eru allar útbúnar öflugri 220V rafstöð, öflugum sólarsellum og vönduðum stjórnbúnaði, ásamt miðstöð til að hita upp vinnurýmið. Góð 360 gráðu vinnulýsing er utan á kerrunum ásamt blikkljósum. Þær eru sjálfstæðar einingar sem alltaf er hægt að starfrækja án utanaðkomandi aflgjafa.

Starfsmenn vinnuflokka RARIK ásamt starfsmönnum Bílaklæðninga við bilanaleitarkerru.
Starfsmenn vinnuflokka RARIK ásamt starfsmönnum Bílaklæðninga við bilanaleitarkerru.
Bilanaleitarbúnaðurinn í kerrunni sem nauðsynlegur er til þess að finna bilanir í jarðstrengkerfinu.
Bilanaleitarbúnaðurinn í kerrunni sem nauðsynlegur er til þess að finna bilanir í jarðstrengkerfinu.
Bilanaleitarkerruflotinn sem verður staðsettur á Suður-, Vestur, Norður- og Austurlandi.
Bilanaleitarkerruflotinn sem verður staðsettur á Suður-, Vestur, Norður- og Austurlandi.
Stutt stopp á leið Vinnuflokks RARIK á Austurland.
Stutt stopp á leið Vinnuflokks RARIK á Austurland.

Var efnið á þessari síðu hjálplegt?

Takk fyrir framlag þitt

Takk fyrir ábendingarnar

Rarik

RARIK ohf.

Dvergshöfða 2
110 Reykjavík
Kt. 520269-2669
Netfang: rarik@rarik.is

ÞJÓNUSTUVER

Sími: 528 9000

Opið:
Mán-fim 9-16 og fös 9-15

BILANAVAKT ALLAN SÓLARHRINGINN

Sími: 528 9000

 

 

Fylgdu okkur:

Facebook
Rarik
Við notum vafrakökur til að bæta upplifun þína á vefnum. Með því að halda áfram að vafra um þessa síðu samþykkir þú notkun okkar á vafrakökum. Smelltu hér fyrir neðan til að fá frekari upplýsingar.
Stillingar